Á leið til Ítalíu en með NBA klásúlu í samningnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. ágúst 2021 10:31 Jón Axel í leik með Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Phoenix Suns Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson mun spila með Furtitudo Bologna í efstu deild á Ítalíu í vetur. Hann er þó með NBA klásúlu í samningi sínum við félagið ef lið Vestanhafs skyldu hafa samband. Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is. Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira
Jón Axel var í viðtali á Karfan.is þar sem hann fór yfir veru sína í sumardeild NBA körfuboltans og komandi tímabil. Eftir gott tímabil með Fraport Skyliners í efstu deild Þýskalands var Grindvíkingurinn í leikmannahóp Phoenix Suns í sumardeild NBA körfuboltans. Þó ekki sé um leiki í NBA-deildinni sjálfri að ræða fann Jón Axel mikinn mun á leikjunum í Las Vegas – þar sem sumardeildin fór fram – og í Evrópu. Hann fann sérstaklega fyrir því hvað dómarar leyfa mikla snertingu þegar leikmenn fara upp í sniðskot og fráköst. „Svo er þriggja stiga línan náttúrulega töluvert lengri en í Evrópu,“ sagði hann einnig. Jón Axel í baráttunni gegn Cleveland Cavaliers.Phoenix Suns „Ég held það hafi hjálpað mér gríðarlega sem leikmanni að sjá hvað ég þarf að vinna í til þess að komast á þetta getustig. Einnig að sjá bara hversu mikið það þarf að leggja í þetta. Í sumardeildinni vorum við upp í íþróttahúsi í sex til átta klukkutíma á dag að æfa, lyfta og jafna okkur,“ sagði Grindvíkingurinn um veru sína í Las Vegas. Gæti opnað stærri dyr í framtíðinni „Þetta opnaði klárlega miklu stærri dyr fyrir mig. Ég spilaði fyrir framan öll 30 liðin sem eru í NBA-deildinni í Vegas og æfði með Phoenix Suns í níu daga ásamt því að spila fimm leiki með þig svo þeir sáu mest af mér en ef þú stendur þig þarna þá heillar það hin liðin líka.“ LOOK OUT BELOW! pic.twitter.com/2wBWxsL9mY— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Jón Axel segist vera í viðræðum við nokkur lið í NBA-deildinni í dag en hvort það komi eitthvað út úr því er annað mál. Hann segir að það mikilvægasta núna sé að spila vel í vetur og þá gæti það opnað enn stærri dyr þegar fram líða stundir. Þó hann hafi ekki skoraði mikið í sumardeildinni þá telur hann það ekki hafa skemmt fyrir möguleikum sínum að spila í NBA-deildinni einn daginn. „Það er enginn að fara skora 20-30 stig að meðaltali nema hann sé fyrsti valréttur í nýliðavalinu. Maður þarf að sýna að maður geti lært, gert litlu hlutina rétt. Sspila vörn er aðalmálið og svo hreyfa boltann frekar en að vera einspila eða hanga of lengi á honum.“ RISE UP! pic.twitter.com/6RSCAuDbGV— Phoenix Suns (@Suns) August 15, 2021 Með klásúlu í samningnum á Ítalíu „Ef eitthvað skyldi gerast í vetur þá er allavega með möguleika á því að fylgja því eftir. Þannig það eru bara bjartir og spennandi tímar framundan hjá mér.“ Þá kvaðst Jón Axel vera spenntur fyrir því að vinna undir þjálfara Bologna en sá þjálfaði Jón Arnór Stefánsson - „geitina sjálfa“ eins og Jón Axel orðaði það - í Róm á sínum tíma. „Jón Arnór hafði aðeins góða hluti að segja um hann þannig ég er spenntur að læra eins mikið frá honum og ég get,“ sagði Jón Axel Guðmundsson að endingu í viðtali við Karfan.is.
Körfubolti NBA Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Sjá meira