Simon Kjær og dönsku læknarnir verðlaunaðir fyrir að bjarga lífi Eriksen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2021 19:01 Simon Kjær var með þeim fyrstu til að bregðast við eftir að Eriksen hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar. Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær, og læknateymið sem bjargaði lífi Christian Erikesen þegar hann fór í hjartastopp í leik danska landsliðsins gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar, hljóta Forsetaverðlaun UEFA í vikunni. Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021 Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjá meira
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01
Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01
Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30
„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01
Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27