Gott fyrir börnin að æfa gönguleiðina í skólann Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 12:32 Í þessari viku hefst kennsla á ný í flestum grunnskólum landsins og mörg börn ganga í skólann. Vísir/Vilhelm Nú eru skólarnir að fara aftur af stað og mörg börn að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Hildur Guðjónsdóttir, hópstjóri í Öryggis- og fræðsludeild Samgöngustofu, segir mikilvægt að æfa gönguleiðina áður en börnin byrja að ganga ein í skólann. „Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Foreldrar og þau sem eru að senda börnin af stað þurfa að hafa það í huga að undirbúa þau vel,“ sagði Hildur í viðtali á Bítinu á Bylgjunni í dag. „Það er frábær hugmynd að æfa leiðina til og frá skóla og velja öruggustu leiðina, því stysta leiðin er ekkert endilega sú öruggasta.“ Hildur segir að ef það sé gata á gönguleiðinni í skólann sé gott að æfa að fara yfir hana og velja staðsetningu þar sem er kannski gangbraut eða ljós. „Við erum að reyna að höfða til foreldra að taka þessa ábyrgð og reyna að æfa börnin og að allir sem eru á ferðinni, taki tillit til þessara krakka. Þetta er á fimmta þúsund um land allt og þetta eru óttaleg kríli.“ Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Augun á umhverfinu en ekki símanum Það er líka mikið um rafhlaupahjól og önnur farartæki í umferðinni og geta foreldrar líka rætt við eldri börn um notkun þeirra. „Við erum búin að taka saman slysin yfir fyrsta hálfa árið á þessu ári og það er alveg áberandi að það er þessi yngsti hópur, sem er til dæmis á rafhlaupahjólunum, sem að er kannski að lenda í óhöppum af því að þjálfunin hefur ekki verið næg.“ Hún hvetur ökumenn allra ökutækja til að horfa vel í kringum sig, sérstaklega nú þegar skólarnir eru að hefjast og börnin flykkjast út í umferðina. „Það þarf að vera með athyglina á veginum og gangstéttunum og alls ekki á símanum.“ Hildur segir að foreldrar geti gert ýmislegt annað til þess að tryggja öryggi barnanna í umferðinni eins og að velja frekar skæra liti en dökka þegar kaupa á útiföt. Einnig sé mikilvægt að nota endurskynsmerki og á vef Samgöngustofu má finna lista yfir söluaðila. Leiðbeiningar um notkun endurskinsmerkja.Samgöngustofa
Börn og uppeldi Umferðaröryggi Bítið Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira