Samkvæmt Euronews hefur félaginu gengið illa að laða að sér fjárfesta eftir að ríkið greip inn í rekstur þess árið 2017 vegna rekstarörðugleika. Kórónuveirufaraldurinn gerði svo illt verra og virðist saga hins 75 ára gamla flugfélags, sem hefur verið alfarið í eigu ríkisins frá því í fyrra, því vera á enda.
Um tíu þúsund starfa nú hjá Alitalia og vonast starfsfólkið væntanlega eftir því að fá starf hjá arftaka félagsins, Italia Transporto Aereo (ITA). Fjármálaráðuneytið stofnaði hið nýja félag í nóvember og mun ITA kaupa 52 flugvélar af Alitalia auk annara eigna. Búist er við að fyrstu flugmiðar ITA fari í sölu á morgun.