Eflum heilsugæsluna Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:00 Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Alþingiskosningar 2021 Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. Þjóðin eldist og það er auðvitað hið besta mál. Kvíðvænlegt er hins vegar að þeim fækkar þá líka hlutfallslega sem yngri eru og virkir á vinnumarkaði. Færri og færri vinnandi höndum er ætlað að standa undir kerfinu þegar horft er einungis fáeina áratugi fram í tímann. Þessa áskorun verðum við að taka alvarlega. Verkefni næstu ára og áratuga eru ærin og ljóst að sitthvað þarf að breytast. Landspítalinn sendir út skilaboð nánast á hverjum degi um að þar sé starfsemin við þolmörk og ekkert megi út af bregða svo neyðarástand skapist. Hvað þýðir það ef rétt er? Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við leysum ekki verkefni morgundagsins í heilbrigðiskerfinu án samvinnu hins opinbera og einkareksturs. Landspítali Háskólasjúkrahús verður alltaf hryggjarstykkið í íslensku heilbrigðiskerfi og miklar vonir eru bundnar við að með nýjum spítala náist hagræðing og betri aðstæður skapist bæði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Þar með er ekki öll sagan sögð, það þarf jafnframt að styrkja sjálfan grunninn í kerfinu sem er heilsugæslan hringinn í kringum landið. Aðeins þannig drögum við um leið úr álagi á Landspítalanum. Það á að hvetja en ekki letja heilbrigðistarfsfólk sem vill láta til sín taka og vinna á sjálfstæðum heilsugæslustöðvum. Við höfum mörg dæmi um farsælan einkarekstur heilsugæslu sem starfar við hlið opinberra stöðva. Nú nýlega birtust fréttir af því að einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hefðu komið best út úr þjónustukönnunum. Og um það á heilsugæslan að snúast, ánægju og traust sjúklinga. Vert er að benda á að annars staðar á Norðurlöndunum er fyrirkomulag heilsugæslu með öðrum hætti en hér á landi. Í Danmörku er heilsugæslan að öllu leyti einkarekin, í Noregi eru yfir 90% heilsugæslustarfseminnar einkarekin og í Svíþjóð og Finnlandi er blandað kerfi einkareksturs og opinbers rekstur. Á Íslandi eru hlutföllin allt önnur. Innan við 10% heilsugæslunnar eru í einkarekstri en rúmlega 90% í opinberum rekstri. Alls staðar á Norðurlöndum er heilsugæslan fjármögnuð á sama hátt, með sköttum og svo greiðslum beint frá sjúklingum. Oft er vísað til Norðurlandanna sem mekka velferðarþjónustu á heimsvísu og íslenskir stjórnmálaflokkar líta til gjarnan þangað eftir fordæmi. Af hverju að gera undantekningu hér? Þetta fyrirkomulag einkarekstrar gengur vel annars staðar og engin ástæða er til að ætla að einkarekstur íslensks heilbrigðisstarfsfólks verði ekki farsæll líka í sama umfangi og gerist og gengur í norrænu grannríkjunum. Við höfum þar að auki fjölmörg dæmi hér heima um að slíkt rekstrarform gefist vel í mörgum greinum heilbrigðiskerfisins. Þar má nefna þjónustu tannlækna, sjúkraþjálfara, sjálfstætt starfandi ljósmæður og fleiri hópa. Því miður er það svo að sjúklingum er í mörgum tilvikum haldið sárkvöldum misserum saman í biðröðum eftir aðgerðum í opinbera kerfinu frekar en kaupa þjónustu einkarekinna stöðva. Meira að segja eru sjúklingar fluttir til útlanda í aðgerðir sem hægt er að framkvæma á Íslandi. Hvaða vit er nú í því? Er ekki mál að linni? Leyfum þeim sem þurfa á þjónustunni að halda að eiga valið. Sjálfstæðisflokkurinn mun berjast fyrir því af krafti á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun