Sjávarútvegsstefna Viðreisnar II Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:00 Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Tengdar fréttir Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31 Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Frambjóðandi Viðreisnar undrast „lítil sem engin“ viðbrögð við lofgerð sinni um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Viðbragðaleysið stafar eflaust af nokkrum þáttum, ekki síst af áhugaleysi Íslendinga á aðild að ESB, auk þess sem andstæðingar aðildar eru orðnir þaulvanir rangfærsluflaumi frá ESB-sinnum. Líkt og áður er helsti vandinn við að leiðrétta ítrekaðar missagnir frambjóðandans hvað þær eru margar. Til að þreyta lesendur ekki um of verður því stiklað á stóru og beðist velvirðingar á tvítekningu frá fyrri grein: ESB hefur sameiginlega sjávarútvegsstefnu fyrir öll aðildarríkin sem er víðtæk og taka reglur hennar m.a. til fiskveiðistjórnunar, verndunar stofna og til samninga við þriðju ríki. Allar breytingar á sjávarútvegsstefnunni eru einungis ákveðnar á vettvangi ESB. Stefnan hefur tekið víðtækum breytingum gegnum tíðina enda sætir hún iðulega gagnrýni, m.a. reglan um svokallaðan hlutfallslegan stöðugleika. Það er óumdeilt að íslenska fiskveiðilöggjöfin stendur í vegi fyrir aðild að ESB, þar sem fiskveiðistefna Íslands er að mestu leyti í ósamræmi við reglur sambandsins, svo notast sé við orðalag framkvæmdastjórnar þess. Gjaldið sem við Íslendingar þyrftum að greiða fyrir aðild að ESB væri m.a. aðgangur og yfirráð yfir fiskimiðum okkar með því að gangast undir hina sameiginlegu sjávarútvegsstefnu, enda hafa engar varanlegar undanþágur nokkurn tímann verið veittar frá henni. Það yrði þá í höndum ESB að úthluta kvóta til Íslendinga eins og til annarra aðildarríkja. Miðin yrðu síðan væntanlega fljót að „fyllast af evrópskum skipum“ eftir að kvótauppboð Viðreisnar hæfust. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið, oft nefnt kvótakerfið, byggir á frjálsum markaði með aflaheimildir (kvóta), þar sem handhafi kvóta getur framselt kvóta í frjálsum viðskiptum. Ríkið fær síðan greitt veiðigjald í samræmi við lög sem tryggja þjóðinni í heild beina og sýnilega hlutdeild í afkomu við veiðar. Hugmyndir Viðreisnar um tilraunastarfsemi með uppboð á kvóta í kjölfar innköllunar - þjóðnýtingar – felur í sér grundvallarbreytingu á íslenska kvótakerfinu með ófyrirséðum afleiðingum. Það bíður betri tíma að ávarpa hlut Íslendinga við „ákvörðunartökuborðið“ fræga í ESB og að bera saman fríverslunarnet Íslands og ESB. Ég ætla heldur ekki að saka frambjóðandann um óheiðarleika eða kalla hann ósmekklegan eða ósæmandi. Mér virðist hann einfaldlega, eins og margir af hans samflokksmönnum, vera blindaður af trúnni á ESB. Og fyrst þrautaganga Bretlands við að sleppa úr klóm sambandsins (og við evrópsk fiskiskip úr lögsögu sinni) opnar ekki augu hans, er tíma mínum e.t.v. betur varið en í þrætur við hann um þessi mál. Höfundur er hrl., aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og skipar annað sæti á lista XD í Rvk-N fyrir komandi Alþingiskosningar.
Sjávarútvegsstefna Viðreisnar Andstaða Viðreisnar við kvótakerfið stafar af því að fáeinir flokksmanna vita að það verður að afnema íslensku fiskveiðlöggjöfina til að greiða leiðina fyrir yfirráðum ESB yfir fiskimiðunum. Í þeirra huga er það að fórnarinnar virði. Það er illskiljanleg afstaða, en svona er staðan. 21. ágúst 2021 08:31
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun