Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón Kristófer Már Maronsson skrifar 26. ágúst 2021 11:01 Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar