Myrkur um miðjan dag á Alþingi Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 26. ágúst 2021 12:00 Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Það var venju fremur dimmt yfir Alþingi þegar lög nr. 80 2020 sem heimila einkarekstur í vegakerfinu voru samþykkt. Frá upphafi bílvegalagningar á Íslandi hafði vegakerfið verið frjálst, með örfáum undantekningum. Hér er því um rótæka kerfisbreytingu að ræða.Breytingu sem hefur í för með sér versnandi kjör almennings og mikla breytingu á þeim lífstíl sem fólk er vant við. Þrátt fyrir það var einungis 1 þingmaður sem gat staðið upp þennan ógæfudag á Alþingi og varið almannahagsmuni með því að greiða atkvæði gegn lögunum. Þessi nöturlega staðreynd sínir okkur svart á hvítu að vilji kjósendur berjast gegn einkavæðingu vegakerfisins er valkosturinn einungis einn, Sósíalistaflokkurinn sem tekur einarða afstöðu gegn hverskonar einkavæðingu á innviðum. Er það bara vanhæfni eða heimska að taka lán frá einkaaðilum þegar engin getur lengur neitað því, ekki einusinni sverustu hægrimenn ríkistjórnarflokkanna, að ríkið getur gefið út eins mikið af krónum og því sýnist? Hvort er betra að taka lán hjá sjálfum sér eða hjá einkaaðilum? Svarið er augljóst eins og tilgangurinn; að opna gróðaveg fyrir einkaaðila. Kostnaðurinn leggst á almenning og þyngst á þá sem minnst hafa. Sami leikurinn endurtekur sig í sífellu. Samt kom nánast engin andstaða fram gegn þessu ósóma frumvarpi í atkvæðagreiðslunni. Með lögunum greiddu allir þingmenn Framsóknar, VG, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks.Flokkanna sem bíða eftir tækifæri til að mynda næstu ríkistjórn um einkavæðingu og einkarekstur á flestum sviðum.Þeir kjósendur sem eru á móti einkavæðingu innvið þurfa að svelta þessa flokka af atkvæðum. Afgangurinn af þingsalnum, Samfylkingin og Píratar roluðust til að sitja hjá. Þessi atkvæðagreiðsla gefur skýra mynd af því pólitíska landslagi sem blasir við á Alþingi. Þrátt fyrir að víðast hvar í heiminum aukist skilningur á því hversu skaðleg og eyðandi nýfrjálshyggjupólitíkin er þá er enn verið að gera rótækar kerfisbreytingar í þeim anda á Íslandi án þess að andstaðan er í fullkomnu skötulíki. Það er utan alþingis sem raunverulegt andstöðuafl er að myndast. Flokkur sem vill kollvarpa nýfrjálshyggjukerfinu og taka upp í staðin efnahags- og félagskerfi samvinnu, félagslegrar uppbyggingar og valdeflingu almennings. Sá flokkur er Sósíalistaflokkurinn og ef þú vilt berjast gegn þeim kerfisbreytingum sem er verið að gera í vegakerfinu, þá hefur þú flokk sem berst með þér. X við J í kjörklefanum 25 september og við gefum kerfinu hans Bjarna Ben og kó á kjaftinn. Höfundur er í 1. sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar