Lán fyrir áhættufíkla eða venjulegt fólk Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. ágúst 2021 09:01 Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Utanríkismál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Sjá meira
Stærsta fjárfesting hverrar fjölskyldu er oftast kaup á þaki yfir höfuðið. Fæst höfum við ráð á því án þess að taka háar fjárhæðir að láni til margra ára. Höfðuðmáli skiptir að vita hver greiðslubyrðin verður í framtíðinni. Eins og staða mála er í dag vitum við bara í besta falli hver fyrsta afborgun verður. Síðan ekki söguna meir. Þörf fyrir kristalskúlu Á að taka verðtryggt lán eða óverðtryggt, á það vera með föstum eða breytilegum vöxtum? Hvað á að gera þegar gluggi opnast fyrir endurfjármögnun á lánstímanum? Það má með sanni segja að hér séu lántakendur settir í stöðu sem er helst fyrir áhættufíkla. Þeir þurfa að velta fyrir sér hver verðbólgan verður, vaxtastigi, gengi krónunnar og þróun launa. Ætti að láta kristalskúlu fylgja hverju láni til að geta rýnt í framtíðina? Byrðin þyngist og þyngist Seðlabankinn hækkaði nýverið vexti úr 1% í 1,25%. Stór hluti landsmanna er með íbúðarlán á óverðtryggðum kjörum. Vaxtakostnaður af 30 milljóna króna húsnæðisláni með breytilegum vöxtum hækkar um allt að 75 þúsund krónur á ári eða rúmar 6.000 krónur í hverjum einasta mánuði. Frekari vaxtahækkunum er spáð og greiðslubyrðin mun hækka enn. Þessu til viðbótar er verðbólga mikil, liðlega 4% og ekki útlit fyrir að hún lækki á næstunni. Ávísun á vandræði Það er full ástæða til þess að óttast að þessi þróun leiði til þess að margar fjölskyldur lendi í erfiðleikum, ekki síst ungt fólk, sem hefur spennt bogann til hins ýtrasta. Staða þessara lántaka verður erfið, jafnvel óbærileg. Þeir fagna trúlega ekki vaxtahækkuninni eins og Seðlabankastjórinn! Tækifæri til úrbóta Aldrei verður hægt að eyða allri óvissu eða áhættu en það er hægt að draga verulega úr henni. Það verður helst gert með því að auka stöðugleika, draga úr gengissveiflum, minnka verðbólgu og halda vaxtastigi lágu. Leiðin til þess er að tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu og í fyllingu tímans með því ganga í ESB og taka upp evru. Það mun skapa nýjar forsendur í fjármálum heimila, fyrirtækja og þjóðfélagsins í heild. Þess vegna er það stefna Viðreisnar. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar