Breivik sækist eftir reynslulausn Kjartan Kjartansson skrifar 27. ágúst 2021 11:55 Frá minningarathöfn um fórnarlömb fjöldamorðsins í Útey árið 2019. Fremst stendur Jens Stoltenberg sem var forsætisráðherra Noregs þegar hryðjuverkin voru framin. Vísir/EPA Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut. Dæmdir menn eiga rétt á að sækja um reynslulausn eftir tíu ára fangelsi í Noregi. Breivik hlaut þyngsta mögulega dóm en hægt er að framlengja hann ótímabundið. Hann skaut 69 manns til bana í sumarbúðum Verkamannaflokksins á Úteyju í júlí árið 2011. Fyrr um daginn hafði bílsprengja sem hann sprengdi við skrifstofu forsætisráðherra í Osló orðið átta manns að bana. Hulda Karlsdottir, saksóknarinn í máli Breikvik, segir Reuters-fréttastofunni að ósk hans um reynslulausn verði tekin fyrir hjá svæðisdómstól í Þelamörk þar sem hann situr í fangelsi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær málið verður tekið fyrir eða hvar. Lögmenn Breivik vilja að hann fái að koma fyrir dómara en saksóknarar að málið verði tekið fyrir í fangelsinu. Breivik aðhylltist öfgahægrihugmyndir og hvíta þjóðernishyggju um að múslimar væru að leggja undir sig Evrópu. Áður en hann framdi fjöldamorðin birti hann langorða stefnuyfirlýsingu þar sem hann fór ofan í saumana á þeim skoðunum sínum. Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ 22. júlí 2021 09:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Dæmdir menn eiga rétt á að sækja um reynslulausn eftir tíu ára fangelsi í Noregi. Breivik hlaut þyngsta mögulega dóm en hægt er að framlengja hann ótímabundið. Hann skaut 69 manns til bana í sumarbúðum Verkamannaflokksins á Úteyju í júlí árið 2011. Fyrr um daginn hafði bílsprengja sem hann sprengdi við skrifstofu forsætisráðherra í Osló orðið átta manns að bana. Hulda Karlsdottir, saksóknarinn í máli Breikvik, segir Reuters-fréttastofunni að ósk hans um reynslulausn verði tekin fyrir hjá svæðisdómstól í Þelamörk þar sem hann situr í fangelsi. Engin ákvörðun hefur verið tekin um hvenær málið verður tekið fyrir eða hvar. Lögmenn Breivik vilja að hann fái að koma fyrir dómara en saksóknarar að málið verði tekið fyrir í fangelsinu. Breivik aðhylltist öfgahægrihugmyndir og hvíta þjóðernishyggju um að múslimar væru að leggja undir sig Evrópu. Áður en hann framdi fjöldamorðin birti hann langorða stefnuyfirlýsingu þar sem hann fór ofan í saumana á þeim skoðunum sínum.
Noregur Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir „Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30 Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ 22. júlí 2021 09:00 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
„Hryðjuverkamaðurinn var einn af okkur“ Tíu ár eru liðin í dag frá voðaverkunum í Osló og Útey, þar sem norskur hryðjuverkamaður myrti 77 manns, aðallega ungmenni í Norska verkamannaflokknum. Fórnarlambanna var minnst víða um heim og minnt á að sjónarmiðin sem hvöttu Anders Behring Breivik til ofbeldisverkanna séu síður en svo útdauð í nútímasamfélagi. 22. júlí 2021 23:30
Tíu ár frá hryðjuverkaárásunum í Útey og Osló: „Við höfum ekki gert nóg“ „Hryðjuverkaárásin þann 22. júlí var árás á lýðræðið okkar. Þetta var pólitísk hryðjuverkaárás sem var beint að Verkamannafloknum, ungliðahreyfingu flokksins og hugmyndafræði þeirra.“ 22. júlí 2021 09:00