Tómar hillur verslana í Bretlandi Jón Frímann Jónsson skrifar 27. ágúst 2021 13:00 Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Bretland Utanríkismál Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika. Þar á undan barðist elsta fólkið í þessum hópi gegn aðild Íslands að EFTA í kringum 1968 til ársins 1970 þegar Ísland varð aðildarríki að EFTA. Þegar Bretland fór úr Evrópusambandinu þá lofaði þetta fólk öllu fögru. Raunveruleikinn hefur verið ekki svo góður, reyndar hefur raunveruleikinn verið svo hrikalegur að fá dæmi eru um slíkt hjá þjóð í vestur Evrópu síðustu áratugi. Veitingastaðir eru farnir loka í Bretlandi vegna skorts á vörum, hillur verslana standa tómar og lítið virðist breytast þar um að vörur komi frá Evrópusambandinu. Þar sem vörur eru fastar í tolli eða hreinlega berast ekki vegna aukinnar skriffinnsku við innflutning og útflutning til Bretlands. Þar sem núna má ekki lengur flytja matvæli til Bretlands eða frá Bretlandi án sérstaks leyfis. Auki sem vörubílstjórar frá ríkjum Evrópusambandsins fá ekki lengur að starfa innan Bretlands án sérstaks leyfis frá breska ríkinu, leyfi sem er erfitt að fá og erfitt að uppfylla skilyrðin fyrir. Fríverslunarsamningur Íslands og Bretlands (EFTA samningur) er í raun verðlaus til lengri tíma. Samningur Íslands og Evrópusambandsins sem í daglegu tali kallast EES samningurinn er mun meira virði fyrir íslendinga. Það sem ég hef séð af fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands þýðir að verslun milli Íslands og Bretlands verður lítil miðað við það sem var þegar Bretland var aðili að Evrópusambandinu og EES. Bændur hafa komið einstaklega illa úr útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu enda var þar þeirra stærsti markaður sem lokaðist á einum degi þegar aðlögunartímabilinu lauk þann 1. Febrúar 2020 (klukkan 23:00 þann 31. Janúar 2020). Þar sem Bretland er ekki lengur hluti af sameiginlega markaðinum þá er bændum í Bretlandi óheimilt að selja vörur sínar til Evrópusambandsins án sérstaks samþykkis frá matvælaeftirliti Evrópusambandsins. Sjómenn af öllum gerðum hafa einnig komið mjög illa úr Brexit. Þar sem sjómenn í Bretlandi geta ekki lengur flutt út fisk frá Bretlandi til Evrópusambandsins, þeirra stærsti markaður fyrir Brexit. Vandræðin enda ekki þarna, Wales er núna að fara á hausinn þar sem ríkisstjórn Bretlands hefur ekki bætt þeim upp tekjutapið þegar styrkir frá Evrópusambandinu hættu að berast. Sögurnar af því hversu mikil hörmung Brexit eru endalausar og það á talsvert eftir að bætast við í framtíðinni í vandræðum Breta eftir útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu. Þetta er það sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar upplifi. Þeir vilja fá það í gegn að Ísland fari úr EES og jafnvel EFTA (EES samningurinn er EFTA samningur við Evrópusambandið). Þetta mundi einnig svipta íslendinga réttinum að búa hvar sem er innan Evrópusambandsins eins og gerðist hjá Bretum þann 31. Janúar 2020 klukkan 23:00. Ef manneskja frá Bretlandi ætlar sér að flytja til einhvers ríkis Evrópusambandsins og EES þá þarf viðkomandi að sækja um heimild til að fara til búa í viðkomandi ríki, heimild til þess að stunda vinnu, heimild til þess að kaupa húsnæði og fleira og fleira. Þetta er sá heimur sem andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi vilja að íslendingar búi í. Staðinn fyrir það sem íslendingar hafa í dag, en það er frjáls búseta í 30 (27 ESB + 4 EFTA) ríkjum án þess að þurfa að sæta nokkrum takmörkum. Andstaðan við Evrópusambandið á Íslandi er í raun ekkert annað en öfgafull þjóðernishyggja sem mun leiða íslendinga til glötunar ef hún kemst til vinsælda á Íslandi. Í Bretlandi er þessi öfgafulla þjóðernishyggja nú þegar búinn að dæma Bretland til fátæktar næstu áratugina. Þangað til að þeirri ákvörðun Bretlands að ganga úr Evrópusambandinu verður breytt og Bretland gengur aftur inn í Evrópusambandið, hafi Bretland ekki liðast í sundur þegar að þessu kemur. Það er annað og stærra mál sem er mögulega á leiðinni í Bretlandi en það er ekki til umfjöllunar hérna en engu að síður nauðsynlegt að nefna það. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar