Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 09:25 Margir íbúar Lúisíana ákváðu að hlusta á yfirvöld og yfirgefa heimili sín áður en Ida gengur á land í kvöld. AP/The New Orleans Advocate Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur. Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Spáð er lífshættulegum sjávarflóðum og allt að 58 m/s þegar Ida gengur á land í kvöld að staðartíma. Útlit er fyrir að bylurinn verði enn öflugri en Katrína sem olli gríðarlegum hörmungum í Nýju Orleans árið 2005. Yfirvöld í Nýju Orleans skipuðu sumum íbúum að yfirgefa heimili sín og hvöttu aðra til þess að gera það að eigin hvötum. Breska ríkisútvarpið BBC segir að umferðarteppa hafi verið á hraðbrautum vegna þess fjölda fólks sem varð við fyrirmælunum í gær. #Ida is now a very dangerous Category 4 Hurricane, with maximum sustained winds of 140 mph (220 km/h).Life-threatening storm surge, potentially catastrophic wind damage, and flooding will impact Louisiana and other parts of US Gulf coast later Sunday, says @NHC_Atlantic pic.twitter.com/iPFlH5U3JU— World Meteorological Organization (@WMO) August 29, 2021 John Bel Edwars, ríkisstjóri Lúisíana, varar við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti sem gengur yfir ríkið í 150 ár. Hann sagði þó að íbúar ríkisins væru þrautseigir og harðir af sér og gætu staðið storminn af sér. Yfirvöld vinna nú hörðum höndum að því að finna húsaskjól á hótelum fyrir þá sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín svo hýsa þurfi færri í fjöldahjálparstöðvum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið aðstoð alríkisstjórnarinnar við Lúisíana og Mississippi sem fær einnig að kenna á Idu, að sögn AP-fréttastofunnar. Maður byrgir fyrir glugga í verslun í franska hverfinu í Nýju Orleans áður en Ida hefur innreið sína.AP/Eric Gay Hætta á að sjór flæði yfir borgina Ida virðist ætla að ganga á land sama dag og Katrína gerði fyrir sextán árum. Yfirvöld vonast til þess að flóðgarðar sem voru reistir eftir hörmungarnar sem kostuðu hátt í tvö þúsund manns lífið verji Nýju Orleans fyrir versta eyðingarmætti Idu. Veðurþjónusta Bandaríkjanna (NWS) varar þó við því að sjór gæti aftur flætt inn í borgina ef sjávarflóðin af völdum Idu hitta á stórflóð. Þá er spáð allt að fimmtíu sentímetra úrkomu sums staðar. „Vinsamlegast skiljið það að sá möguleiki er fyrir hendi að aðstæður verði óbærilegar meðfram ströndinni í einhvern tíma og svæði í kringum Nýju Orleans og Baton Rouge gætu verið án rafmagns í nokkrar vikur,“ sagði í viðvörun í gær. Búið er að rýma fleiri en áttatíu olíuborpalla á Mexíkóflóa vegna fellibyljarins og búið er að stöðva helming allrar olíu- og gasframleiðslunnar þar.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ída Tengdar fréttir Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Sjá meira
Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum. 28. ágúst 2021 08:45