Fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 30. ágúst 2021 11:00 Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir eru eitt stærsta samfélagslega framlag þeirrar kynslóðar sem hafa lokið góðri starfsævi. Sjóðirnir tryggja afkomu og lífskjör þeirra sem byggt hafa upp lífeyrissparnaðinn. En fram hjá því verður ekki litið að margir áttu þess ekki kost að ávinna sér viðunandi réttindi í lífeyrissjóði. Í upphafi var hlutfall iðngjalda af launum lágt og ekki greitt af heildarlaunum. Margir eldri borgarar náðu heldur ekki að byggja upp réttindi nema á hluta starfsævinnar. Óðaverðbólga hjó stór skörð í lífeyrisréttindi launafólks. Við okkur blasir því ákveðinn fortíðarvandi sem við verðum að kljást og leiðrétta. Vandann viljum við sjálfstæðismenn leysa með því að breyta fyrirkomulagi ellilífeyris almannatrygginga og taka upp nýtt kerfi þar sem horft er til þess að leiðrétta fortíðarvandann með jöfnun tekna vegna fortíðar og jöfnun tekna vegna samtíma. Jöfnun tekna Með jöfnun tekna vegna fortíðar er ætlun okkar að fjármagna sérstaklega lífeyrisréttindi í lífeyrissjóðum til að jafna stöðu ellilífeyrisþega varðandi áunnin réttindi til ellilífeyris úr sjóðunum. Lífeyrisuppbót hvers og eins er föst greiðsla ákveðin fyrir lífstíð sem tekur sömu breytingum og ellilífeyrir úr lífeyrissjóðum. Jöfnun vegna samtíma yrði framkvæmd með skattfrelsi (neikvæðum tekjuskatti) sem virkar eins og útgreiddur persónuafsláttur. Neikvæður tekjuskattur er mismunandi eftir því hvort einstaklingar eru í sambúð eða einir í heimili. Með neikvæðum tekjuskatti yrðu engar sérstakar skerðingar vegna atvinnutekna aðrar en fram koma í tekjuskattskerfinu og lækkandi neikvæðum tekjuskatti. Þessar breytingar hefðu veruleg áhrif á afkomu og tekjumöguleika ellilífeyrisþega þar sem endurbætur almannatryggingakerfisins munu skapa raunhæfan hvata til atvinnuþátttöku, auka frelsi og veita eldri borgurum aukinn ábata af lífeyrissparnaði. Fjárfestum í fólki Breytingin felur í sér leiðréttingu á kjörum þeirra eldri borgara sem standa verst fjárhagslega. Um leið geta eldri borgarar aukið tekjur sínar og tekið virkari þátt í atvinnulífinu með auknum sveigjanleika. Samfélagið mun njóta þekkingu þeirra, reynslu og starfsorku lengur og því verður samfélagslegur ábati mikill en kostnaðurinn lítill eða engin þar sem breytingin hefði jákvæð áhrif á ríkissjóð. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun