Ógeðfelldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:30 Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skoðun Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar