Heimsmet í eymd Ásmundur Friðriksson skrifar 1. september 2021 08:30 Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka sinna í Hvíta Rússlandi, Venesúela, Kúbu og Norður-Kóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á mannréttindum, matarskortur, efnahagslegur óstöðugleiki og síendurtekin ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru daglegt brauð. Slefa styrjuhrognum Gullspæni í kokteilglösum og einkaþotur er lífstílsháttur sem leiðtogi sósíalista á Íslandi kemur með sér inn í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífstíll og lifnaðarháttur forréttindastétta sósíalistaríkjanna í heiminum og leiðtogar sósíalísku ríkjanna búa við. Leiðtogi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir því skoðanabræður sína fyrir þegar þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaumuðu fötin og sötra kampavínið úr gullslegnum kristalglösum. Markmiðið er sameiginleg eymd þegna þeirra. Kamrar við hvert hús Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Íslandi sem hann vill gera að fylki í Noregi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtoginn kemur ekki að tómum kofanum hjá Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í Venesúela var velmegun, en með valdatöku sósíalistanna eru allir innviðir morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið með þeim árangri að meira en hálf þjóðin býr við lífskjör undir fátækramörkum og skortir mat og lyf. Þar er eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn svakalegra. Þar á varla nokkur maður í sig eða á og nýjustu bílarnir sem seljast almenningi eru frá árinu 1957. Húsnæðis- og heilbrigðismál eru á svipuðum stað og á Íslandi 1940 þegar kamrar voru við öll hús. Ekki matur eða lyf Kim Jong Un í N-Kóreu gerir út farandverkamenn til að afla þjóðinni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekkert úr býtum frekar en fjölskyldurnar heima. Þar horfir fólkið á tómar matargeymslur en allar vopnageymslur fullar út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja eymdina fyrir hinum frjálsa heimi. Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum um matvælaöryggj sósíalismans. Í N-Kóreu er það litla sem til er af mat, lyfjum og víni frátekið fyrir forréttindastéttina. Samskonar forréttindastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi tilheyrði á útrásarárunum. Hrottaskapur Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi getur svo farið yfir mannlega þáttinn með leiðtoga sósíalista á Íslandi. Þar er nú ekki komið að tómum kofanum í mannlegum hrottaskap, en hrottaskapur er kjarninn í mannlegri niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar menn fara upp í dans með kónum eins og Lukashenko verða menn að láta sig hafa það að beita þeim meðulum sem duga til að kúga alþýðuna. Það sem sameinar sósíalistana Minnihlutahópar eiga sér ekki viðreisnarvon í löndum sósíalismans. Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki til nema í refsikafla laga um dauðarefsingu. Fötluðum er komið fyrir í geymslum eða gripahúsum og samfélagið viðurkennir ekki tilvist þeirra. Ríkisfjölmiðlar landanna er líklega það eina sem við Íslendingar eigum sameiginlegt með sósíalistaríkjunum. Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir og bara talað við þá sem eru bestu vinir aðal. Það er mikilvægt nú fyrir kosningar að fólk geri sér grein fyrir því um hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fátækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur, hungur og eymd. Árið 2021 stendur kjósendum á Íslandi til boða að kjósa systurflokk sósíalískra flokka sem bjóða upp á allt það sem hér hefur verið sagt frá. Það er mikil hætta á ferðum ef talsmenn slíkrar mannvonsku komast á Alþingi Íslendinga og kjósendur ættu að hugsa sinn gang því ekkert er til sem heitir diet-sósíalismi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Á Vesturlöndum hefur fólk kosningarétt og getur valið skýrar línur til hægri eða vinstri. Í sósíalistaríkjum eru líka hreinar línur. Þar er ekki kosið, þess þarf ekki. Þar ráða sérhagsmunir og forréttindastéttir ríkjum. Í þessu ljósi er óskiljanlegt að á Íslandi árið 2021 bjóði fram Sósíalistaflokkur sem á hugmyndafræðilegar rætur sínar að rekja til systurflokka sinna í Hvíta Rússlandi, Venesúela, Kúbu og Norður-Kóreu. Ríki þar sem stórfelld brot á mannréttindum, matarskortur, efnahagslegur óstöðugleiki og síendurtekin ofbeldisverk, kúgun og fátækt eru daglegt brauð. Slefa styrjuhrognum Gullspæni í kokteilglösum og einkaþotur er lífstílsháttur sem leiðtogi sósíalista á Íslandi kemur með sér inn í Sósíalistaflokkinn. Það er sami lífstíll og lifnaðarháttur forréttindastétta sósíalistaríkjanna í heiminum og leiðtogar sósíalísku ríkjanna búa við. Leiðtogi Sósíalistaflokksins á Íslandi hittir því skoðanabræður sína fyrir þegar þeir setjast á pólitíska rökstóla. Þar slefa þeir styrjuhrognum yfir sérsaumuðu fötin og sötra kampavínið úr gullslegnum kristalglösum. Markmiðið er sameiginleg eymd þegna þeirra. Kamrar við hvert hús Leiðtogi sósíalista hefur enga trú á Íslandi sem hann vill gera að fylki í Noregi eða þá Kúbu norðursins. Leiðtoginn kemur ekki að tómum kofanum hjá Raúl Castro eða Nicolas Maduro sem eru sérfræðingar í kúgun samfélaga. Í Venesúela var velmegun, en með valdatöku sósíalistanna eru allir innviðir morknir og ónýtir. Þar er allt hrunið með þeim árangri að meira en hálf þjóðin býr við lífskjör undir fátækramörkum og skortir mat og lyf. Þar er eymdin ein eftir. Á Kúbu er þetta enn svakalegra. Þar á varla nokkur maður í sig eða á og nýjustu bílarnir sem seljast almenningi eru frá árinu 1957. Húsnæðis- og heilbrigðismál eru á svipuðum stað og á Íslandi 1940 þegar kamrar voru við öll hús. Ekki matur eða lyf Kim Jong Un í N-Kóreu gerir út farandverkamenn til að afla þjóðinni gjaldeyris. Sjálfir bera þeir ekkert úr býtum frekar en fjölskyldurnar heima. Þar horfir fólkið á tómar matargeymslur en allar vopnageymslur fullar út úr dyrum. Það þarf vopn til að verja eymdina fyrir hinum frjálsa heimi. Leiðtogi sósíalista á Íslandi getur lært ýmislegt af Kim skoðanabróður sínum um matvælaöryggj sósíalismans. Í N-Kóreu er það litla sem til er af mat, lyfjum og víni frátekið fyrir forréttindastéttina. Samskonar forréttindastétt og leiðtogi sósíalista á Íslandi tilheyrði á útrásarárunum. Hrottaskapur Alexander Lukashenko í Hvíta Rússlandi getur svo farið yfir mannlega þáttinn með leiðtoga sósíalista á Íslandi. Þar er nú ekki komið að tómum kofanum í mannlegum hrottaskap, en hrottaskapur er kjarninn í mannlegri niðurlægingu sósíalista. Jafnvel þegar menn fara upp í dans með kónum eins og Lukashenko verða menn að láta sig hafa það að beita þeim meðulum sem duga til að kúga alþýðuna. Það sem sameinar sósíalistana Minnihlutahópar eiga sér ekki viðreisnarvon í löndum sósíalismans. Nöfn yfir hópa hinsegin fólks er ekki til nema í refsikafla laga um dauðarefsingu. Fötluðum er komið fyrir í geymslum eða gripahúsum og samfélagið viðurkennir ekki tilvist þeirra. Ríkisfjölmiðlar landanna er líklega það eina sem við Íslendingar eigum sameiginlegt með sósíalistaríkjunum. Þar eru eingöngu fluttar einlitar fréttir og bara talað við þá sem eru bestu vinir aðal. Það er mikilvægt nú fyrir kosningar að fólk geri sér grein fyrir því um hvað sósíalisminn snýst. Einræði, fátækt, frelsisskerðingar, hrottaskapur, hungur og eymd. Árið 2021 stendur kjósendum á Íslandi til boða að kjósa systurflokk sósíalískra flokka sem bjóða upp á allt það sem hér hefur verið sagt frá. Það er mikil hætta á ferðum ef talsmenn slíkrar mannvonsku komast á Alþingi Íslendinga og kjósendur ættu að hugsa sinn gang því ekkert er til sem heitir diet-sósíalismi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun