Ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot og peningaþvætti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 09:21 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 9. september. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Hann er ákærður fyrir að hafa meðal annars staðið að innflutningi tæpra 660 gramma af kókaíni, fyrir vörslu fíkniefna og peningaþvætti. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa miðvikudaginn 22. apríl 2020 staðið að innflutningi á samtals 658,36 grömmum af kókaíni, með 84 prósent meðalstyrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar og hafði falið efnin innvortis. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, á Keflavíkurflugvelli þann sama dag, 0,89 grömm af maríhúana sem tollverðir fundu við leit í farangri ákærða. Maðurinn er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér til tekna með sölu og dreifingu ávana- og fíkniefna eða með öðrum ólöglegum leiðum. Hann hafi með því aflað sér allt að rúmum 12,3 milljónum króna, sem hann notaði meðal annars til eigin framfærslu og til kaupa á erlendum gjaldeyri. Fjárhæðin skiptist í 4.963.974 krónur, vegna óútskýrðra tekna á bankareikningi og 7.335.796 krónur vegna kaupa á gjaldeyri með reiðufé. Þá hafi maðurinn einnig haft í vörslum sínum 75,82 grömm af kannabislaufum, sem fundust á honum við leit á Bifröst í Borgarfirði í júlí 2020. Héraðssaksóknari krefst að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að fíkniefnin verði gerð upptæk auk eins lítra af áburði, tveimur spennubreytum og tveimur tjöldum. Málið verður þingfest þann 9. september í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa miðvikudaginn 22. apríl 2020 staðið að innflutningi á samtals 658,36 grömmum af kókaíni, með 84 prósent meðalstyrkleika, ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Maðurinn flutti fíkniefnin til Íslands sem farþegi með flugi frá Lundúnum til Keflavíkurflugvallar og hafði falið efnin innvortis. Hann er jafnframt ákærður fyrir að hafa haft í vörslum sínum, á Keflavíkurflugvelli þann sama dag, 0,89 grömm af maríhúana sem tollverðir fundu við leit í farangri ákærða. Maðurinn er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við, nýtt, umbreytt og/eða aflað sér til tekna með sölu og dreifingu ávana- og fíkniefna eða með öðrum ólöglegum leiðum. Hann hafi með því aflað sér allt að rúmum 12,3 milljónum króna, sem hann notaði meðal annars til eigin framfærslu og til kaupa á erlendum gjaldeyri. Fjárhæðin skiptist í 4.963.974 krónur, vegna óútskýrðra tekna á bankareikningi og 7.335.796 krónur vegna kaupa á gjaldeyri með reiðufé. Þá hafi maðurinn einnig haft í vörslum sínum 75,82 grömm af kannabislaufum, sem fundust á honum við leit á Bifröst í Borgarfirði í júlí 2020. Héraðssaksóknari krefst að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá er þess krafist að fíkniefnin verði gerð upptæk auk eins lítra af áburði, tveimur spennubreytum og tveimur tjöldum. Málið verður þingfest þann 9. september í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira