Breytingarnar verða að koma frá okkur Drífa Snædal skrifar 3. september 2021 15:00 Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki. Í vor lögðum við línurnar um stóru málin; afkomuöryggi, húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál og jöfnuð og það er ánægjulegt að sjá okkar málflutning vera ofarlega á baugi í lýðræðisumræðunni. Í kjölfarið höfum við átt opið samtal við formenn eða fulltrúa allra flokka sem mælast inni á þingi, nú um mundir má hlusta á hlaðvarpsþætti um hvern málaflokk í hlaðvarpi ASÍ og á fimmtudag í næstu viku þann 9. september kl. 11 eru allir formennirnir boðaðir í pallborðsumræðu sem verður í opinni dagskrá á netinu. Við hvetjum launafólk og almenning allan til að fylgjast vel með og ekki síst nýta atkvæðisréttinn sinn í komandi kosningum. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er staðreynd og litar stöðu kynjanna í okkar samfélagi. Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttarfélaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi og einelti. Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðarmenn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá. ASÍ mun á næstunni auka fræðslu og þekkingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú er gert. Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauðsynleg er, bæði til að sinna sínu hlutverki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kynferðisofbeldi Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kosningabaráttan er nú í algleymi og Alþýðusambandið lætur ekki sitt eftir liggja í þeirri samfélagsumræðu sem fylgir. Markmið okkar er að kjósendur séu eins vel upplýstir um eigin hagsmuni og mögulegt er og frambjóðendur þurfi að standa skil á þeim málefnum sem brenna helst á launafólki. Í vor lögðum við línurnar um stóru málin; afkomuöryggi, húsnæðismál, heilbrigðismál, menntamál og jöfnuð og það er ánægjulegt að sjá okkar málflutning vera ofarlega á baugi í lýðræðisumræðunni. Í kjölfarið höfum við átt opið samtal við formenn eða fulltrúa allra flokka sem mælast inni á þingi, nú um mundir má hlusta á hlaðvarpsþætti um hvern málaflokk í hlaðvarpi ASÍ og á fimmtudag í næstu viku þann 9. september kl. 11 eru allir formennirnir boðaðir í pallborðsumræðu sem verður í opinni dagskrá á netinu. Við hvetjum launafólk og almenning allan til að fylgjast vel með og ekki síst nýta atkvæðisréttinn sinn í komandi kosningum. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er staðreynd og litar stöðu kynjanna í okkar samfélagi. Á miðstjórnarfundi ASÍ síðastliðinn miðvikudag kynnti Varða - rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins nýja könnun um mál sem koma inn á borð stéttarfélaga og varða kynferðislega og kynbundna áreitni og ofbeldi og einelti. Ljóst er að aðildarfélög ASÍ og trúnaðarmenn á vinnustöðum þurfa aukinn stuðning og fræðslu til að aðstoða þolendur og jafnvel gerendur þegar upp koma mál á vinnustöðum eða í tengslum við þá. ASÍ mun á næstunni auka fræðslu og þekkingu og nesta aðildarfélögin enn frekar en nú er gert. Verkalýðshreyfingin þarf og ætlar sér að vera hluti af þeirri menningarbreytingu sem nauðsynleg er, bæði til að sinna sínu hlutverki gagnvart félagsmönnum og axla ábyrgð á öryggi fólks í víðtæku félagsstarfi innan hreyfingarinnar. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun