Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og stefna Sósíalistaflokksins Árni Múli Jónasson skrifar 3. september 2021 18:30 Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, þ.m.t. íslenska ríkinu árið 2015. Markmiðin eru þessi: 1: Engin fátækt. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar. 2: Ekkert hungur. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði. 3: Heilsa og vellíðan. Stuðla að heilbrigðu lífi og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar. 4: Menntun fyrir alla.Tryggja öllum jafnan aðgang að góðri menntun og tækifæri til náms alla ævi. 5: Jafnrétti kynjanna. Jafnrétti kynjanna verði tryggt og völd allra kvenna og stúlkna efld. 6: Hreint vatn og hreinlætisaðstaða.Tryggja öllum aðgengi að hreinu vatni og sjálfbæra nýtingu þess svo og hreinlætisaðstöðu. 7: Sjálfbær orka. Tryggja öllum aðgang að öruggri og sjálfbærri orku á viðráðanlegu verði. 8: Góð atvinna og hagvöxtur.Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla. 9: Nýsköpun og uppbygging. Byggja upp trausta innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. 10: Aukinn jöfnuður.Draga úr ójöfnuði innan og á milli landa. 11: Sjálfbærar borgir og samfélög.Gera borgir og íbúðasvæði öllum auðnotuð, örugg og sjálfbær. 12: Ábyrg neysla og framleiðsla.Sjálfbær neyslu- og framleiðslumynstur verði tryggð. 13: Aðgerðir í loftslagsmálum.Grípa til bráðra aðgerða gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra. 14: Líf í vatni. Vernda og nýta hafið og auðlindir þess á sjálfbæran hátt. 15: Líf á landi. Vernda og endurheimta vistkerfi á landi og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra, vinna að sjálfbærri stjórnun skóga, berjast gegn eyðimerkurmyndun, stöðva jarðvegseyðingu og endurheimta landgæði og sporna við hnignun líffræðilegrar fjölbreytni. 16: Friður og réttlæti. Stuðla að friðsælum og sjálfbærum samfélögum fyrir alla jarðarbúa, tryggja öllum jafnan aðgang að réttarkerfi og byggja upp skilvirkar og ábyrgar stofnanir fyrir alla. 17: Samvinna um markmiðin . Efla framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Ríki heims hafa skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Mannkynið, jörðin, hagsæld, friður og samstarf eru fimm meginstef markmiðanna og aðalinntak þeirra er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Hvað getur þú gert til að heimsmarkmið SÞ náist? Heimsmarkmiðin ríma mjög vel við stefnumál Sósíalistaflokksins og ef þú veltir því fyrir þér hvað þurfi að gera til að við náum þessum markmiðum, sem eru svo mikilvæg fyrir mannkynið allt, hvet ég þig eindregið til að kynna þér stefnu flokksins, (https://sosialistaflokkurinn.is/stefnan/). Og þú getur með mjög einföldum en áhrifaríkum hætti lagt þitt af mörkum til að þessi markmið verði að veruleika: Gangtu til liðs við Sósíalistaflokkinn og greiddu honum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er í framboði fyrir flokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar