Á heimavist alla ævi? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir skrifar 4. september 2021 10:01 Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Húsnæðismál Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill fjöldi fatlaðs fólks á Íslandi býr á herbergja sambýlum, nærri 300 manns. Þetta er fatlað fólk sem býr í herbergjum minni en 28 fermetrum og deilir annarri aðstöðu með öðru fólki. Stundum gengur sú sambúð vel en stundum er það fólk sem það þekkir lítið, á ekki í góðum samskiptum við eða fílar bara hreinlega ekki. Myndir þú sætta þig við slíkt? Þetta fyrirkomulag þekkjum við einna helst frá heimavistum framhaldsskólanna, sem vel er hægt að láta sér lynda og njóta í tímabundnu ástandi sem ung manneskja, en er óviðunandi alla ævi. Margt fatlað fólk býr við þennan veruleika og velur ekki með hverjum það býr, hvernig vistarverur þeirra líta út, hvar það býr og hefur ekki val um marga af þeim þáttum sem við flest teljum nauðsynlega til frelsis og lífsánægju. Það er ljóst að fullorðinn einstaklingur sem býr á herbergjasambýli hefur takmörkuð tækifæri til þess að njóta fjölskyldulífs, sinna áhugamálum sínum og lifa sínu einkalífi sem þó er réttur varinn í stjórnarskrá og fjölda mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir stendur um búsetumál fatlaðs fólks að: það eigi rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir það eigi rétt á félagslegri þjónustu sem gerir því kleift að búa á eigin heimili og stuðli að fullri aðlögun þess og þátttöku í samfélaginu. það eigi rétt á því að velja sér búsetustað og hvar og með hverjum það býr, til jafns við aðra. það megi ekki binda þjónustuna því skilyrði að það búi í tilteknu búsetuformi. Og síðast en ekki síst að fötluðu fólki sem nú býr á stofnunum eða herbergja sambýlum skulu bjóðast aðrir búsetukostir. En engin ákvæði eru um hvenær aflagning herbergjasambýla og stofnana fyrir fatlað fólk á að vera yfirstaðin og því er staðan enn sú að margt fatlað fólk býr við þessar aðstæður. Með því að tryggja fötluðu fólki þau mannréttindi er varða búsetufrelsi, sem fram koma í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, og tryggja fötluðu fólki húsnæði við hæfi, eru íslensk stjórnvöld ekki aðeins að standa við skuldbindingar sínar heldur að tryggja fötluðu fólki þá lágmarks reisn og virðingu sem það á skilið. Ráðast þarf í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis fyrir fatlað fólk,bæði sem býr nú á herbergja sambýlum og stofnunum en einnig fyrir þann fjölda fatlaðs fólks sem enn er fastur í foreldrahúsum, fram á fertugsaldur. Þar bera foreldrarnir jafnan þunga umönnunarbyrði vegna þess að fullorðin börn þeirra komast ekki að heiman og fá ekki aðstoð. Enginn ætti að þurfa að búa tilneyddur hjá foreldrum sínum langt fram á fullorðins ár. Húsnæði er mannréttindi! Höfundur er baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks og listfræðingur sem skipar 3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun