Sáttur við gildandi takmarkanir Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 15:00 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Forstjóri Landspítala segir gildandi samkomutakmarkanir áfram viðeigandi um sinn. Spítalinn sé áfram á tánum, þrátt fyrir að enginn sé á gjörgæslu. Heilbrigðisráðherra talar fyrir varfærnum skrefum í tilslökunum á næstunni. 56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
56 greindust með kórónuveiruna í gær og þar af voru 36 í sóttkví, sem er áfram nokkuð hátt hlutfall. Smituðum fer sífellt fækkandi og staðan á Landspítala er stöðug. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í gær að staðan væri tilefni til að ráðast í breytingar á takmörkunum. „Ég bind vonir við að við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera. Maður hefur auðvitað áhyggjur af okkar unga fólki í dag, þar sem þessar takmarkanir eru að koma niður á félagslífi þeirra og fleira,“ sagði Áslaug. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans var spurður hvort spítalinn liti ekki svo á að hægt væri að aflétta takmörkunum í ljósi þess að enginn lægi á bráðadeild. „Ég held að þetta séu bara viðeigandi ráðstafanir eins og þær eru settar upp. Það hefur sem betur fer létt á hjá okkur og jafnvel fyrr en við höfðum átt von á. Það er mjög mikilvægt. En á sama tíma erum við að efla okkar viðbrögð þannig að við eigum borð fyrir báru og getum fljótt brugðist við aftur. Við sjáum líka að það sem er í gangi í samfélaginu hefur áhrif inn á spítalann. Við höfum verið að missa heilu deildirnar hjá okkur í sóttkví sem auðvitað truflar flæði og getu spítalans. Þannig erum áfram á tánum en þetta lítur vel út núna,“ sagði Páll Matthíasson í samtali við fréttastofu. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ekkert minnisblað komið á hennar borð um að ráðast í tilslakanir en útilokar þær þó ekki. „Við tökum hér eftir sem hingað til varfærin skref. Þær aðgerðir sem eru í gangi á Íslandi núna eru ekki harðar, það er ekki hægt að segja það. Við getum sinnt flestum venjulegum og hefðbundnum daglegum verkefnum en enn þá er eitthvað eftir og við sjáum hvernig því vindur fram.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira