Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI vegna hryðjuverkanna 11. september 2001 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. september 2021 23:21 Það styttist í að nákvæmlega tuttugu ár séu liðin frá árásánum 11. september 2001. Robert Giroux/Getty Images) Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að leynd skuli aflétt af nær öllum rannsóknargögnum sem urðu til við upprunalega rannsókn bandarísku alríkislögreglunnar FBI á hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september árið 2001. Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir. Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Biden skrifaði undir forsetatilskipun þess efnis í gær en í frétt Guardian segir að tilskipunun sé til komin vegna mikillar pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Þann 11. september næstkomandi eru tuttugu ár liðin frá því að hryðjuverkamenn tengdir hryðjuverkasamtöknum Al-Qaida létu til skarar skríða í Bandaríkjunum. Flugvélum var flogið á Tvíburaturnanna í New York og Pentagon, varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Washington. Alls létust 2.996 manns í árásunum, þar af 2.763 vegna árásanna á Tvíburaturnana. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna.AP/Evan Vucci Í tilskipununni segir að í tilefni að því að tuttugu ár séu liðin frá hryðjuverkunum eigi bandaríska þjóðin skilið að fá betri mynd af því hvað yfirvöld í Bandaríkjunum viti um árásarnir mannskæðu. Lengi kallað eftir því að leynd verði aflétt Leynd af rannsóknargögnunum verður aflétt í skömmtum næstu sex mánuðina og verða öll gögn gerð aðgengileg nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Fjölskyldur fórnarlamba árásanna hafa lengi kallað eftir því að sértæk rannsóknargögn FBI sem ná yfir mögulegar tengingar embættismanna í Sádi-Arabíu við nokkra af árásarmönnunum verði gerð opinber. Hefur hópur aðstandenda þeirra sem létust í árásunum stefnt yfirvöldum í Sádi-Arabíu fyrir meinta aðild að árásanum. Yfirvöld þar í landi hafa hafnað því alfarið að hafa átt á einhvern hátt slíka aðild. Samkvæmt tilskipuninni hafa yfirvöld í Bandaríkjunum fjóra mánuði til þess að aflétta leynd af öllum viðtölum, greiningum, rannsóknarniðurstöðum og öðrum gögnum sem tengjast upprunarlegri rannsókn FBI á árásanum. Innan sex mánuða þurfa yfirvöld svo að aflétta leynd á gögnum á hvaða rannsókn sem er sem tengist hryðjuverkamönnum sjálfum og mögulegra tengsla þeirra við erlendar ríkisstjórnir.
Bandaríkin Joe Biden Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira