Stýrir Evrópusambandið byggðaþróun á Íslandi? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 5. september 2021 13:01 Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Byggðamál Samgöngur Anna Kolbrún Árnadóttir Miðflokkurinn Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á vordögum lagði ég fram fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um fyrirkomulag innanlandsflugs. Svar við fyrirspurninni barst loks í lok ágúst. Það er margt athyglisvert sem kemur fram í svari ráðherra, sérstaklega er athyglisvert svar við spurningu minni um styrki til flugs til og frá Húsavík. Ef áætlunarflug til Húsavíkur leggst af er þá ætlunin að Þingeyingar og aðrir þeir sem notast við Húsavíkurflugvöll fari um Akureyrarflugvöll? Hverjar eru forsendurnar fyrir því að áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur er ekki ríkisstyrkt með sambærilegum hætti og þekkist um flesta aðra áfangastaði? Svar ráðherra við fyrirspurninni: Samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1008/2008 er ríkinu heimilt að styrkja flugleið ef ekki er tryggt að annars konar flutningsmáti geti tryggt órofna þjónustu a.m.k. tvisvar á dag. Þá kveður reglugerðin á um að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. Almenningssamgöngur milli Húsavíkur og Akureyrar eru þrisvar sinnum á dag með almenningsvögnum, alla virka daga, og tvisvar á dag á sunnudögum. Tekur aksturinn eina klukkustund og 11 mínútur að meðaltali, en akstursvegalengd milli Akureyrar og Húsavíkur er 75 km þegar ekið er um Vaðlaheiðargöng. Frá Akureyri er áætlunarflug til Reykjavíkur og er flogið þaðan þrisvar til fimm sinnum á dag. Samkvæmt fyrrgreindum reglum Evrópuþingsins og með hliðsjón af núverandi almenningssamgöngum til og frá Húsavík fellur Húsavík ekki undir þá skilgreiningu að njóta ríkisstyrkja í innanlandsflugi. Í stuttu máli þá telur ráðherra ekki vera forsendur til að styrkja flug til Húsavíkur vegna Evrópureglna og góðra samgangna á landi milli Húsavíkur og Akureyrar. Ef reglugerðin er lesin má sjá að það er vissulega rétt að aðildarríki skulu meta hvort fyrirhuguð skylda um opinbera þjónustu sé nauðsynleg og fullnægjandi með tilliti til möguleikans á að nota annan flutningsmáta. En það opnar þá möguleika fyrir ráðherra samgöngu – og sveitarstjórnarmála að viðhalda flugi á milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Í reglugerðinni segir nefnilega: Aðildarríki er heimilt, að höfðu samráði við viðkomandi aðildarríki og eftir að hafa tilkynnt það framkvæmdastjórninni, viðkomandi flugvöllum og flugrekendum, sem starfrækja flug á leiðinni, að leggja á skyldur um opinbera þjónustu í áætlunarflugi milli flugvallar í Bandalaginu og flugvallar sem þjónar jaðar- eða þróunarsvæðum á yfirráðasvæði sínu eða á flugleið til hvaða flugvallar sem er á yfirráðasvæði sínu þar sem flugumferð er lítil enda sé slík leið talin skipta sköpum fyrir efnahags- og félagslega þróun á svæðinu sem flugvöllurinn þjónar. Einungis skal kveða á um þessa skyldu, að því marki sem slíkt er nauðsynlegt, til að tryggja að veitt sé lágmarksþjónusta á sviði áætlunarflugs sem uppfyllir settar reglur um samfellda þjónustu, reglubundið flug, verðlag eða lágmarkssætaframboð en þessar reglur yrðu ekki uppfylltar af hálfu flugrekenda ef þeir tækju einungis mið af eigin viðskiptahagsmunum. Með svari sínu gefur ráðherra í skyn að það sé hlutverk Evrópuþingsins að ákveða hvernig íslensk stjórnvöld haga stuðningi við samgöngur til jaðarsvæða og að Evrópusambandið stýri byggðaþróun á Íslandi. Á Húsavík hefur verið uppbygging á undanförnum árum og enn frekari uppbygging fyrirhuguð. Það er nauðsynlegt að samgöngur til staðarins séu góðar og mjög eðlilegt að flug þangað sé styrkt á meðan svæðið er að ná þeim styrk og íbúafjölda að flug þangað geti orðið hagkvæmt. Þannig styrk má líta á sem stuðning við uppbyggingu, nýsköpun og búsetuþróun og mun í framtíðinni skila sér til þjóðarinnar. Til þess að uppbygging á svæðum fjarri höfuðborgarsvæðinu verði raunhæf er algjörlega nauðsynlegt að samgöngur séu með þeim hætti að íbúar geti sótt t.d. heilbrigðisþjónustu til jafns við aðra íbúa landsins og það hefur aldrei verið nauðsynlegra en nú þar sem heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni hefur verið skert með markvissum hætti og notendum þjónustunnar beint í sí auknum mæli til Reykjavíkur. Einnig er ýmis sérfræðiþekking og varahlutaþjónusta sem eru fyrirtækjum nauðsynleg til reksturs með öruggum hætti staðsett á höfuðborgarsvæðinu og afar nauðsynlegt að hægt sé með skjótum hætti að sækja slíka þjónustu. Það er með öllu óboðlegt að halda því fram að verið sé að niðurgreiða flug og með engu móti hægt að þola slíka umræðu trekk í trekk og gjaldfella með því íbúa ákveðinna svæða á landinu. Ráðherra virðist vera slétt sama um aðstæður sem íbúar landsins búa við en honum er í lófa lagið að viðhalda flugi um Húsavíkurflugvöll. Það er greinilegt að svar ráðherra er samið um mitt sumar, þar sem það felur í sér einhverskonar sumarsyndrom og ákaflega litla þekkingu á aðstæðum þeirra sem kjósa að búa á landsbyggðinni. Miðflokkurinn – Við gerum það sem við segjumst ætla að gera – Ísland allt. Höfundur er þingmaður Norðausturkjördæmis fyrir Miðflokkinn og skipar 2. sæti listans fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar