Innihaldslaus loforðaflaumur Brynjar Níelsson skrifar 6. september 2021 13:00 Samfylkingin og aðrir smáflokkar á vinstri vængnum lofa mjög auknum ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum og fá stuðning bæði frá forystu ASÍ og BSRB með endalausum auglýsingum á kostnað félagsmanna. Skrítið að fyrirsvarsmenn ASÍ skuli berjast fyrir því að fækka sem mest umbjóðendum sínum. Kannski er þeim nokk sama um þá og eru bara í eigin pólitík og nota sjóði launafólks til þess. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félagsmenn þessara stóru samtaka launamanna hvernig fyrirsvarsmenn þeirra beita sér í kosningabaráttunni. Hvað skapar verðmæti og góð lífskjör? Til að geta aukið útgjöld ríkisins boða vinstri flokkarnir auðvitað skattahækkanir, einkum á sjávarútveginn, fjármagnseigendur og eignafólk. Meiri verður sýndarmennskan ekki. Sjálfsagt kaupa þetta margir því þeir halda að það komi ekki við sig. Svo einfalt er þetta ekki. Í fyrsta lagi duga þessar skattahækkanir skammt miðað við þau útgjöld sem lofað er. Það þýðir þá lántökur fyrir komandi kynslóðir að greiða. Í öðru lagi kalla svona aukin ríkisútgjöld á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það kemur niður á atvinnulífinu og heimilum og ekki síst ungu fólki sem er að stofna heimili. Í þriðja lagi munu auknir skattar draga úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með fjárfestingum og atvinnuleysi eykst. Það þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð og aukin útgjöld. Í fjórða lagi er það helst þetta ríka eina prósent, sem vinstri mönnum er tíðrætt um, sem á auðvelt með að koma sér héðan og greiða þá enga skatta hér á landi. Þessar skattaálögur hafa verið reyndar í öðrum löndum með afleitum árangri og menn snúið fljótt af þeirri leið. Eru hærri og nýir skattar lausnin? Það verður núna, eins og alltaf áður þegar stjórnmálaflokkar lofa útgjöldum, að venjulegt launafólk ber mestan kostnaðinn. Látið ykkur ekki dreyma um annað. Eina leiðin til að bæta þjónustu hins opinbera og kjör þeirra sem höllum fæti standa er að örva atvinnulífið til að auka verðmætasköpun í landinu. Það gerist ekki með enn hærri sköttum og fleiri skattstofnum. Ef við ætlum að bæta lífskjörin í landinu verðum við að komast út úr þeirri hugsun að arður og hagnaður í atvinnulífinu sé á kostnað almennings. Við þurfum einnig að fara vel með skattfé en það gleymist gjarnan í umræðunni. Ástæða er til að rifja upp að vinstri stjórnir hafa aldrei aukið velferð landsmanna. Þær hafa alltaf hækkað skatta umtalsvert án þess að tekjur ríkisins hafi aukist. Eina sem gerist er að ríkið tekur sín hærra hlutfall af verðmætasköpun í landinu og dregur um leið úr öllu frumkvæði og áræðni í atvinnulífinu. Það er nú einu sinni öflugt atvinnulíf sem skapar þetta velferðarsamfélag. Verðmætin verða ekki til í stjórnarráðinu eða stofnunum ríkisins. Ríkisvaldið gegnir vissulega mikilvægu hlutverki en má ekki umlykja allt og íþyngja öðrum sem eru að reyna að keppa á mörkuðum. Að læra af reynslunni Stundum er gott að líta yfir farinn veg, ekki síst til að læra af reynslunni. Því verður ekki neitað að síðustu átta ár hefur náðst verulegur árangur við stjórn landsins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra hefur aukist mjög mikið og náðist að auka og bæta þjónustu hins opinbera í velferðarmálum. Á sama tíma að greiða niður skuldir ríkisins verulega eftir áfallið sem bankahrunið hafði í för með sér. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig enda barðist Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar hatrammlega gegn því öll þessi ár og lögðu fram endalausar tillögur um frekari útgjöld ríkisins í stað niðurgreiðslu skulda. Hvernig ætli okkur hefði gengið að glíma við veirufaraldurinn hefðu þessi sjónarmið orðið ofan á? Held að enginn vilji hugsa þá hugsun til enda. Skiptir stefna og hugmyndafræði máli? Það ber ekki eingöngu að þakka stjórnvöldum árangurinn sem náðst hefur undanfarin ár. Ýmsar hagstæðar ytri aðstæður hjálpuðu til. En það skiptir verulegu máli hverjir haldi um stjórnvölinn og hvaða stefna er ráðandi við stjórn landsins. Það er ekki nóg að vera rík af auðlindum eins og dæmin sanna víða um heim. En þótt góður árangur hafi náðst er margt ógert og margt má gera betur. Nú er kosið um það hvaða stefna er líklegust til að skapa hér enn betra samfélag. Ég er ekki í vafa en á greinilega í talsverðum vanda við að sannfæra suma aðra. Það er því mikið verk fyrir höndum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin og aðrir smáflokkar á vinstri vængnum lofa mjög auknum ríkisútgjöldum og ríkisumsvifum og fá stuðning bæði frá forystu ASÍ og BSRB með endalausum auglýsingum á kostnað félagsmanna. Skrítið að fyrirsvarsmenn ASÍ skuli berjast fyrir því að fækka sem mest umbjóðendum sínum. Kannski er þeim nokk sama um þá og eru bara í eigin pólitík og nota sjóði launafólks til þess. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir félagsmenn þessara stóru samtaka launamanna hvernig fyrirsvarsmenn þeirra beita sér í kosningabaráttunni. Hvað skapar verðmæti og góð lífskjör? Til að geta aukið útgjöld ríkisins boða vinstri flokkarnir auðvitað skattahækkanir, einkum á sjávarútveginn, fjármagnseigendur og eignafólk. Meiri verður sýndarmennskan ekki. Sjálfsagt kaupa þetta margir því þeir halda að það komi ekki við sig. Svo einfalt er þetta ekki. Í fyrsta lagi duga þessar skattahækkanir skammt miðað við þau útgjöld sem lofað er. Það þýðir þá lántökur fyrir komandi kynslóðir að greiða. Í öðru lagi kalla svona aukin ríkisútgjöld á vaxtahækkanir Seðlabankans. Það kemur niður á atvinnulífinu og heimilum og ekki síst ungu fólki sem er að stofna heimili. Í þriðja lagi munu auknir skattar draga úr samkeppnishæfni atvinnulífsins og þar með fjárfestingum og atvinnuleysi eykst. Það þýðir tekjutap fyrir ríkissjóð og aukin útgjöld. Í fjórða lagi er það helst þetta ríka eina prósent, sem vinstri mönnum er tíðrætt um, sem á auðvelt með að koma sér héðan og greiða þá enga skatta hér á landi. Þessar skattaálögur hafa verið reyndar í öðrum löndum með afleitum árangri og menn snúið fljótt af þeirri leið. Eru hærri og nýir skattar lausnin? Það verður núna, eins og alltaf áður þegar stjórnmálaflokkar lofa útgjöldum, að venjulegt launafólk ber mestan kostnaðinn. Látið ykkur ekki dreyma um annað. Eina leiðin til að bæta þjónustu hins opinbera og kjör þeirra sem höllum fæti standa er að örva atvinnulífið til að auka verðmætasköpun í landinu. Það gerist ekki með enn hærri sköttum og fleiri skattstofnum. Ef við ætlum að bæta lífskjörin í landinu verðum við að komast út úr þeirri hugsun að arður og hagnaður í atvinnulífinu sé á kostnað almennings. Við þurfum einnig að fara vel með skattfé en það gleymist gjarnan í umræðunni. Ástæða er til að rifja upp að vinstri stjórnir hafa aldrei aukið velferð landsmanna. Þær hafa alltaf hækkað skatta umtalsvert án þess að tekjur ríkisins hafi aukist. Eina sem gerist er að ríkið tekur sín hærra hlutfall af verðmætasköpun í landinu og dregur um leið úr öllu frumkvæði og áræðni í atvinnulífinu. Það er nú einu sinni öflugt atvinnulíf sem skapar þetta velferðarsamfélag. Verðmætin verða ekki til í stjórnarráðinu eða stofnunum ríkisins. Ríkisvaldið gegnir vissulega mikilvægu hlutverki en má ekki umlykja allt og íþyngja öðrum sem eru að reyna að keppa á mörkuðum. Að læra af reynslunni Stundum er gott að líta yfir farinn veg, ekki síst til að læra af reynslunni. Því verður ekki neitað að síðustu átta ár hefur náðst verulegur árangur við stjórn landsins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna allra hefur aukist mjög mikið og náðist að auka og bæta þjónustu hins opinbera í velferðarmálum. Á sama tíma að greiða niður skuldir ríkisins verulega eftir áfallið sem bankahrunið hafði í för með sér. Það gekk ekki áfallalaust fyrir sig enda barðist Samfylkingin og aðrir vinstri flokkar hatrammlega gegn því öll þessi ár og lögðu fram endalausar tillögur um frekari útgjöld ríkisins í stað niðurgreiðslu skulda. Hvernig ætli okkur hefði gengið að glíma við veirufaraldurinn hefðu þessi sjónarmið orðið ofan á? Held að enginn vilji hugsa þá hugsun til enda. Skiptir stefna og hugmyndafræði máli? Það ber ekki eingöngu að þakka stjórnvöldum árangurinn sem náðst hefur undanfarin ár. Ýmsar hagstæðar ytri aðstæður hjálpuðu til. En það skiptir verulegu máli hverjir haldi um stjórnvölinn og hvaða stefna er ráðandi við stjórn landsins. Það er ekki nóg að vera rík af auðlindum eins og dæmin sanna víða um heim. En þótt góður árangur hafi náðst er margt ógert og margt má gera betur. Nú er kosið um það hvaða stefna er líklegust til að skapa hér enn betra samfélag. Ég er ekki í vafa en á greinilega í talsverðum vanda við að sannfæra suma aðra. Það er því mikið verk fyrir höndum. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun