Eru almenningssamgöngur fyrir okkur öll? Unnur Rán Reynisdóttir skrifar 6. september 2021 14:00 Einhvern tíman velti ég því fyrir mér hvað fólki þætti eðlilegt verð fyrir 25 mínútna ferð með strætó. Á þessum tíma starfaði ég í Reykjavík en bjó á Suðurnesjunum. Strætóferðin sjálf hentaði mér afskaplega vel, bein leið úr heimabænum nánast upp að dyrum vinnustaðarins. Afskaplega þægilegt að sitja bara í notalegheitum rútunnar og þurfa ekki að sjá um aksturinn sjálf, ekkert að stressa mig á umferðarteppu höfuðborgarsvæðisins, þvílíkur lúxus. Og stærsti ávinningurinn, í mínum huga, var sá að þessi ferðamáti væri umhverfisvænni en einkabíllinn. Í mínum huga liggur það í augum uppi að stjórnvöld ættu að ýta undir aukna notkun almenningssamgangna. Á tímum þar sem allir stjórnmálaflokkar vilja eigna sér það að gera mest og best í umhverfismálum og keppast við að lofa því að undir þeirra stjórn muni Ísland vera orðið fullkomlega rafbílavætt sem allra fyrst, finnst mér við hafa sofnað á verðinum og misst sjónar á stóru myndinni. Rafbílar verða ekki til úr lofti einu saman. Framleiðsla þeirra er gífurlega mengandi og að reyna að láta umræðuna hverfast að mestu leyti um að Íslendingar skuli allir aka um á rafbílum eftir x mörg ár þykir mér gefa hreint út sagt falska mynd af stöðu mála. En hvað er þá til ráða? Í umhverfisstefnu Sósíalistaflokksins segir meðal annars að stórbæta þurfi almenningssamgöngur og reka með því sjónarmiði að þær séu sjálfsögð þjónusta við íbúa alls landsins. Þær séu lykillinn að því að draga úr mengun en ekki reknar með því markmiði að reksturinn skili hagnaði. Að öllum íbúum landsins sé gert kleift að lifa umhverfisvænu lífi, óháð efnahag og búsetu þeirra og í því tilliti sé litið á tíðar og öflugar almenningssamgöngur sem hluta af umhverfisvernd og sjálfsagðri þjónustu við íbúa landsins. En þá komum við að stóru hindruninni sem ég rakst á. Almenningssamgöngur eru hreint ekki gjaldlagðar á þann máta að hver sem er hafi efni á að nýta sér þær. Fyrir 25 mínútna strætóferð innan höfuðborgarsvæðisins borgar manneskja, sem engan afslátt fær, 490 krónur fyrir ferðina, fyrir 25 mínútna ferð til Reykjanesbæjar greiðir sama manneskja hins vegar 1.960 krónur. Mörg benda þá á hvort ekki megi fá einhvern magnafslátt, fyrir fólk sem fer jafnvel daglega á milli? Hann myndi teljast óverulegur, örfáar krónur. Er þetta hvetjandi fyrir fólk til að nýta sér þennan annars ákjósanlega ferðamáta? Ef þú tilheyrir ekki þeim hópum sem fá afslátt eru almenningssamgöngur hreint ekki fyrir almenning heldur fólk sem á nægan pening. Og fyrir þá hópa sem nú þegar fá afslátt er algjör lágmarkskrafa að þeir fái frítt í strætó. Hvatinn til að leggja einkabílnum og taka strætó er gjörsamlega fokinn út um gluggann. Ég hreinlega velti því fyrir mér hver hugsunin sé á bak við það að keyra hálftóma strætóa með rándýru fargjaldi um allt land. Ástæða þess að ég nefni ferðir í Reykjanesbæ er einfaldlega sú að þaðan kemur mín reynsla. Ferð fram og tilbaka frá Akureyri til Reykjavíkur kostar t.a.m. yfir 20.000 krónur. Þrátt fyrir að við séum ekki að ræða um sama atvinnusvæðið í því tilliti má þó líta til þess að gjarnan þarf fólk sem býr á landsbyggðinni að leita sér ýmissar nauðsynlegrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Stefna Sósíalistaflokks Íslands í almenningssamgöngum er skýr. Strætó og önnur sjálfsögð akstursþjónusta, svo sem akstursþjónusta fatlaðra og sjúkrabílar skal vera gjaldfrjáls með öllu. Slíkan akstur skal hvorki einkavæða né útvista á nokkurn hátt, heldur haldið í almannaeigu og þjónusta bætt í samráði við notendur. Stefnt sé markvisst að umhverfisvænum lausnum en einnig að því að jafna kjör fólks þegar kemur að samgöngum með tilliti til búsetu eða möguleikum á að nota umhverfisvæna samgöngumáta. Við þurfum sterka og alvöru hvata til að leggja einkabílnum, með allri hans mengun, hvort sem hann er knúinn jarðefnaeldsneyti eða ekki. Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur myndu spila þar lykilhlutverk. Höfundur skipar 5.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Einhvern tíman velti ég því fyrir mér hvað fólki þætti eðlilegt verð fyrir 25 mínútna ferð með strætó. Á þessum tíma starfaði ég í Reykjavík en bjó á Suðurnesjunum. Strætóferðin sjálf hentaði mér afskaplega vel, bein leið úr heimabænum nánast upp að dyrum vinnustaðarins. Afskaplega þægilegt að sitja bara í notalegheitum rútunnar og þurfa ekki að sjá um aksturinn sjálf, ekkert að stressa mig á umferðarteppu höfuðborgarsvæðisins, þvílíkur lúxus. Og stærsti ávinningurinn, í mínum huga, var sá að þessi ferðamáti væri umhverfisvænni en einkabíllinn. Í mínum huga liggur það í augum uppi að stjórnvöld ættu að ýta undir aukna notkun almenningssamgangna. Á tímum þar sem allir stjórnmálaflokkar vilja eigna sér það að gera mest og best í umhverfismálum og keppast við að lofa því að undir þeirra stjórn muni Ísland vera orðið fullkomlega rafbílavætt sem allra fyrst, finnst mér við hafa sofnað á verðinum og misst sjónar á stóru myndinni. Rafbílar verða ekki til úr lofti einu saman. Framleiðsla þeirra er gífurlega mengandi og að reyna að láta umræðuna hverfast að mestu leyti um að Íslendingar skuli allir aka um á rafbílum eftir x mörg ár þykir mér gefa hreint út sagt falska mynd af stöðu mála. En hvað er þá til ráða? Í umhverfisstefnu Sósíalistaflokksins segir meðal annars að stórbæta þurfi almenningssamgöngur og reka með því sjónarmiði að þær séu sjálfsögð þjónusta við íbúa alls landsins. Þær séu lykillinn að því að draga úr mengun en ekki reknar með því markmiði að reksturinn skili hagnaði. Að öllum íbúum landsins sé gert kleift að lifa umhverfisvænu lífi, óháð efnahag og búsetu þeirra og í því tilliti sé litið á tíðar og öflugar almenningssamgöngur sem hluta af umhverfisvernd og sjálfsagðri þjónustu við íbúa landsins. En þá komum við að stóru hindruninni sem ég rakst á. Almenningssamgöngur eru hreint ekki gjaldlagðar á þann máta að hver sem er hafi efni á að nýta sér þær. Fyrir 25 mínútna strætóferð innan höfuðborgarsvæðisins borgar manneskja, sem engan afslátt fær, 490 krónur fyrir ferðina, fyrir 25 mínútna ferð til Reykjanesbæjar greiðir sama manneskja hins vegar 1.960 krónur. Mörg benda þá á hvort ekki megi fá einhvern magnafslátt, fyrir fólk sem fer jafnvel daglega á milli? Hann myndi teljast óverulegur, örfáar krónur. Er þetta hvetjandi fyrir fólk til að nýta sér þennan annars ákjósanlega ferðamáta? Ef þú tilheyrir ekki þeim hópum sem fá afslátt eru almenningssamgöngur hreint ekki fyrir almenning heldur fólk sem á nægan pening. Og fyrir þá hópa sem nú þegar fá afslátt er algjör lágmarkskrafa að þeir fái frítt í strætó. Hvatinn til að leggja einkabílnum og taka strætó er gjörsamlega fokinn út um gluggann. Ég hreinlega velti því fyrir mér hver hugsunin sé á bak við það að keyra hálftóma strætóa með rándýru fargjaldi um allt land. Ástæða þess að ég nefni ferðir í Reykjanesbæ er einfaldlega sú að þaðan kemur mín reynsla. Ferð fram og tilbaka frá Akureyri til Reykjavíkur kostar t.a.m. yfir 20.000 krónur. Þrátt fyrir að við séum ekki að ræða um sama atvinnusvæðið í því tilliti má þó líta til þess að gjarnan þarf fólk sem býr á landsbyggðinni að leita sér ýmissar nauðsynlegrar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Stefna Sósíalistaflokks Íslands í almenningssamgöngum er skýr. Strætó og önnur sjálfsögð akstursþjónusta, svo sem akstursþjónusta fatlaðra og sjúkrabílar skal vera gjaldfrjáls með öllu. Slíkan akstur skal hvorki einkavæða né útvista á nokkurn hátt, heldur haldið í almannaeigu og þjónusta bætt í samráði við notendur. Stefnt sé markvisst að umhverfisvænum lausnum en einnig að því að jafna kjör fólks þegar kemur að samgöngum með tilliti til búsetu eða möguleikum á að nota umhverfisvæna samgöngumáta. Við þurfum sterka og alvöru hvata til að leggja einkabílnum, með allri hans mengun, hvort sem hann er knúinn jarðefnaeldsneyti eða ekki. Gjaldfrjálsar almenningssamgöngur myndu spila þar lykilhlutverk. Höfundur skipar 5.sæti á J-lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun