Hetjur landsins Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. september 2021 07:31 Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Sjá meira
Þegar þið heyrið „grunnatvinnuvegur þjóðarinnar“ um hvað hugsið þið þá? Sjávarútveg, ekki satt? Hetjur hafsins, útflutningstekjur, auðlind og auðæfi. Ferðaþjónustu? Gjaldeyristekjurnar og allt sem þeirri atvinnugrein fylgir. Allt satt og rétt. Hvað ef ég held því fram að grunnatvinnuvegur þjóðarinnar sé einnig landbúnaður? Að bændur séu „hetjur landsins“? Að sveitin sé dýrmæt auðlind. Auðæfin séu ekki í formi útflutningstekna (ekki ennþá) heldur felist til dæmis í framleiðslu á heilnæmri næringu og sveitin sé okkar mikilvægasta vopn í loftslagsmálum. Að landbúnaður skiptir okkur og komandi kynslóðir öllu máli. „Hetjur landsins“ standa ekki sömu öldur og vinir þeirra hetjur hafsins. En þeirra öldur eru ekki minni og stundum er bræla í landi. Bændur verða samt að sinna sinni vinnu alla daga, alltaf. Nágrannar mínir, kúabændur, mjólka kýrnar sínar tvisvar á dag. Það gera þau líka á aðfangadag, gamlárs- og nýársdag. Afmælisdagana sína, afmælisdaga barnanna sinna og já alla aðra daga ársins. Tvisvar. Sauðfjárbændur vaka meira og minna allan maímánuð við að taka á móti lömbum, koma þeim á legg og til fjalla. Sömu lömbum eru þeir að smala allan septembermánuð. Þess á milli þarf að sá, bera á, heyja, girða, moka út, gera við hús og vélar, hirða um dýrin og hlúa að þeim, lesa í náttúruna og umhverfið, sjá um bókhaldið, skráningar og birgðahald. Þá þarf að huga að nýrri tækni, vöruþróun og nýsköpun. Hver sveitabær sem er í framleiðslu er fyrirtæki í rekstri. Rekin af einstaklingum og fjölskyldum sem leggja allt sitt í það, nótt sem nýtan dag. Enda þurfa bændur, hetjur landsins, að geta sinnt öllu þessu sem að ofan er talið og meira til. Hetjur landsins enduðu ekki óvart upp í sveit að éta hey eins og þeir birtast í bræðrunum Magnúsi og Eyjólfi Laufdal sem hafa lifað óþarflega lengi með þjóðinni. Landbúnaður er eina atvinnugreinin sem rekur háskóla fyrir sína starfsstétt, hvar búfræðinámið er hvað vinsælast. Í landbúnaði má líka finnan fjöldan allan af bændum með fjölbreytta reynslu og menntun annars staðar frá. Landbúnaður fer eins og aðrar greinar atvinnulífs í gegn um stöðugar breytingar. Breyttar framleiðsluaðferðir, kvikur neytendamarkaður og tækninni fleygir fram með öllum þeim möguleikum sem því fylgir. Starf bænda er fjölþætt, krefst aðlögunarhæfni, mikillar viðveru auk dugnaðar og sjálfstæðis. Það er því ekki of mikið að kalla þessa stétt "hetjur landsins". Ég veit að við, þjóðin, erum stolt af íslenskum landbúnaði þó ég sakni þyngdarinnar. Landbúnaður er einn grunnatvinnuvegur þjóðarinnar og dýrmæti hans gríðarmikið . Við megum og eigum að vera stolt af honum. Tökum Ítala og Frakka sem fyrirmynd. Þessar þjóðir mæta stoltar til samninga á alþjóðavísu, vopnaðar landbúnaði. Meðvituð um hversu mikil auðlind er fólgin í þeirra landbúnaðarframleiðslu. Við getum meiri að segja bætt í stoltið, toppað þetta, við eigum sér íslenskt búfjárkyn. Það eitt og sér gefur okkur forskot og aukin tækifæri. Við eigum líka góðan jarðveg, hreint vatn og orku, nú að ég tali ekki um mannauðinn. Stolt er nærandi tilfinning sem bera má á gamlan og nýjan jarðveg landbúnaðar að vild. Við erum sífellt að verða meðvitaðri um innihald matvæla, gildi næringar, hvað stendur að baki vörunni, umhverfisáhrif og fleira. Við reynum að sjá heildarmyndina. Innlend framleiðsla skiptir máli, ekki bara út frá fæðuöryggi. Það skiptir ekki bara framleiðendur máli að við, neytendur, séum stolt af landbúnaði. Það skiptir okkur sjálf og næstu kynslóðir einnig máli. Því meðvitaðri sem samfélagið allt er um vægi landbúnaðar því líklegri erum við til að nýta tækifæri framtíðar og að landbúnaður þróist og vaxi fallega með þjóðinni. Því það vex jú allt sem vel er hugsað um. Höfundur er annar verkefnastjóri Landbúnaðarstefnu Íslands.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun