Varast ber til vamms að segja Kári Stefánsson skrifar 7. september 2021 12:30 Eitt af því sem lærist fljótt þeim sem lendir títt í viðtölum í beinni útsendingu er að svara ekki endilega þeim spurningum sem spyrillinn beinir að manni heldur þeim sem hentar manni að svara. Í grein sem Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans birti á Vísir.is í gær, og átti að heita viðbrögð við því sem ég sagði í viðtali við Læknablaðið, notar hann tækni sem er af sama toga. Hann gagnrýnir mig ekki fyrir það sem ég sagði heldur það sem honum hentaði að ég hefði sagt. Til dæmis segir hann í niðurlagsorðum greinar sinnar að ég hafi vegið ómaklega að starfsfólki spítalans. Ég held að ég hafi hvorki vegið maklega né ómaklega að starfsfólki spítalans heldur hrósað því en þó ekki um of. Sem dæmi má nefna eftirfarandi málsgrein: „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðafólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því.“ Þessi málsgrein segir næstum því allt sem ég vildi sagt hafa um Landspítalann; þar vinnur einstaklega gott og hæft fólk við erfiðar aðstæður. Þessar aðstæður gera það að verkum að andrúmsloftið á staðnum er ekki eins og best verður á kosið og þegar fólk vinnur í vondu andrúmslofti þreytist það fyrr og verður ekki eins mikið úr verki. Það eru að öllum líkindum margar og flóknar ástæður fyrir þessum erfiðu aðstæðum en ein er sú að spítalinn hefur verið fjársveltur til langs tíma. Ástæður fyrir fjársveltinu eru einnig margar og flóknar en flestar eiga þær að öllum líkindum rætur sínar í því að Alþingi Íslendinga virðist líta svo á að góð heilbrigðisþjónusta sé lúxus sem eigi einungis að vera til staðar fyrir þá sem hafa efni á að kaupa sér hana utan kerfis. Á einum stað í greininni segir Páll: „ Kári ræðir í löngu máli lækna spítalans, kallar þá ósamstæða og sérgæslumenn.“ Þetta er einfaldlega ekki satt. Í viðtalinu ræði ég hvergi lækna spítalans. Ég tjái hins vegar þá skoðun mína að læknar hafi of lítil áhrif á þróun heilbrigðismála á Íslandi og held því fram að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna þess hvernig þeir hafa staðið að félagsmálum sínum. Stærstu samtök lækna í landinu, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur standa varla undir því að kallast fagfélög heldur eru þau fyrst og fremst félög sem semja um kaup og kjör lækna. Þetta gerir það að verkum að það hefur reynst erfit fyrir stjórnvöld að leita til samtaka lækna um ráð. Þetta er bagalegt og mikilvægt að læknar skilji að þau samtök sem semja um kaup og kjör og hins vegar þau sem ættu að leiða þjóðina í baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu. Það yrði miklu skemmtilegra að vera læknir undir þeim kringumstæðum og læknum sem finnst gaman að vinna eru miklu betri læknar. Þá er það spurningin um það hvers vegna Páll hafi brugðist svona við viðtalinu við mig í Læknablaðinu þar sem ég segi lítið annað en að spítalinn sé í vanda sem er skoðun sem hann reynir ekki að hrekja ? Ég viðurkenni að sá möguleiki sé fyrir hendi að ég misskilji hrapalega mín eigin orð í viðtalinu en Páll skilji þau hinum rétta skilningi. Eftirfarandi skilaboð sem ég fékk i gær frá einum af læknum spítalans benda kannski til þess að svo sé ekki. „Sæll Kári, Vil persónulega þakka þér fyrir mjög hreinskilið viðtal í Læknablaðinu. Þar telur þú upp mikilvæga þætti í rekstri Landspítalans sem þarf að ræða. Svar Páls í dag í þinn garð er mjög ómaklegt að mínu mati Kveðja Theódór Skúli Barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir (en einnig formaður félags sjúkrahúslækna.)“ Annar möguleiki og líklegri er sá að Páll líti svo á að með lýsingum mínum á vesöld spítalans sé ég að gagnrýna hann. Ef það reynist rétt væri grein hans sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera svolítil aðför að mér beinlínis árás á hann sjálfan. Það væri miður því vesöld spítalans er á ábyrgð þjóðar sem hefur kosið sér leiðtoga sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið í áratugi en ekki forstjóra sem er að gera sitt besta úr því sem honum var gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Eitt af því sem lærist fljótt þeim sem lendir títt í viðtölum í beinni útsendingu er að svara ekki endilega þeim spurningum sem spyrillinn beinir að manni heldur þeim sem hentar manni að svara. Í grein sem Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans birti á Vísir.is í gær, og átti að heita viðbrögð við því sem ég sagði í viðtali við Læknablaðið, notar hann tækni sem er af sama toga. Hann gagnrýnir mig ekki fyrir það sem ég sagði heldur það sem honum hentaði að ég hefði sagt. Til dæmis segir hann í niðurlagsorðum greinar sinnar að ég hafi vegið ómaklega að starfsfólki spítalans. Ég held að ég hafi hvorki vegið maklega né ómaklega að starfsfólki spítalans heldur hrósað því en þó ekki um of. Sem dæmi má nefna eftirfarandi málsgrein: „En um leið og þetta fór upp á Landspítala þá fóru allir að tala um að menn væru svo þreyttir. Þetta er einhver misskilningur. Ofboðslega gott fólk vinnur að veirurannsóknum uppi á Landspítala. Þetta er afburðafólk en einhverra hluta vegna er andrúmsloftið á spítalanum þannig að það virðist ekki fá tækifæri til þess að njóta þess sem það gerir. Það er út í hött. Það þarf að gera eitthvað í því.“ Þessi málsgrein segir næstum því allt sem ég vildi sagt hafa um Landspítalann; þar vinnur einstaklega gott og hæft fólk við erfiðar aðstæður. Þessar aðstæður gera það að verkum að andrúmsloftið á staðnum er ekki eins og best verður á kosið og þegar fólk vinnur í vondu andrúmslofti þreytist það fyrr og verður ekki eins mikið úr verki. Það eru að öllum líkindum margar og flóknar ástæður fyrir þessum erfiðu aðstæðum en ein er sú að spítalinn hefur verið fjársveltur til langs tíma. Ástæður fyrir fjársveltinu eru einnig margar og flóknar en flestar eiga þær að öllum líkindum rætur sínar í því að Alþingi Íslendinga virðist líta svo á að góð heilbrigðisþjónusta sé lúxus sem eigi einungis að vera til staðar fyrir þá sem hafa efni á að kaupa sér hana utan kerfis. Á einum stað í greininni segir Páll: „ Kári ræðir í löngu máli lækna spítalans, kallar þá ósamstæða og sérgæslumenn.“ Þetta er einfaldlega ekki satt. Í viðtalinu ræði ég hvergi lækna spítalans. Ég tjái hins vegar þá skoðun mína að læknar hafi of lítil áhrif á þróun heilbrigðismála á Íslandi og held því fram að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna þess hvernig þeir hafa staðið að félagsmálum sínum. Stærstu samtök lækna í landinu, Læknafélag Íslands og Læknafélag Reykjavíkur standa varla undir því að kallast fagfélög heldur eru þau fyrst og fremst félög sem semja um kaup og kjör lækna. Þetta gerir það að verkum að það hefur reynst erfit fyrir stjórnvöld að leita til samtaka lækna um ráð. Þetta er bagalegt og mikilvægt að læknar skilji að þau samtök sem semja um kaup og kjör og hins vegar þau sem ættu að leiða þjóðina í baráttu fyrir betri heilbrigðisþjónustu. Það yrði miklu skemmtilegra að vera læknir undir þeim kringumstæðum og læknum sem finnst gaman að vinna eru miklu betri læknar. Þá er það spurningin um það hvers vegna Páll hafi brugðist svona við viðtalinu við mig í Læknablaðinu þar sem ég segi lítið annað en að spítalinn sé í vanda sem er skoðun sem hann reynir ekki að hrekja ? Ég viðurkenni að sá möguleiki sé fyrir hendi að ég misskilji hrapalega mín eigin orð í viðtalinu en Páll skilji þau hinum rétta skilningi. Eftirfarandi skilaboð sem ég fékk i gær frá einum af læknum spítalans benda kannski til þess að svo sé ekki. „Sæll Kári, Vil persónulega þakka þér fyrir mjög hreinskilið viðtal í Læknablaðinu. Þar telur þú upp mikilvæga þætti í rekstri Landspítalans sem þarf að ræða. Svar Páls í dag í þinn garð er mjög ómaklegt að mínu mati Kveðja Theódór Skúli Barnasvæfinga- og gjörgæslulæknir (en einnig formaður félags sjúkrahúslækna.)“ Annar möguleiki og líklegri er sá að Páll líti svo á að með lýsingum mínum á vesöld spítalans sé ég að gagnrýna hann. Ef það reynist rétt væri grein hans sem á yfirborðinu lítur út fyrir að vera svolítil aðför að mér beinlínis árás á hann sjálfan. Það væri miður því vesöld spítalans er á ábyrgð þjóðar sem hefur kosið sér leiðtoga sem hafa vanrækt heilbrigðiskerfið í áratugi en ekki forstjóra sem er að gera sitt besta úr því sem honum var gefið.
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar