Regnboginn er ekki skraut Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 8. september 2021 09:31 Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Reykjavík Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku voru kynntar tillögur borgarinnar að breytingum á Skólavörðustíg. Tillögurnar eru um margt góðar, en einhvers staðar í ferlinu gleymdist að gera ráð fyrir því að á neðsta hluta Skólavörðustígs er varanlegur regnbogafáni, eða þannig var hann víst samþykktur í borgarstjórn árið 2019. Einmitt, fyrir tveimur árum. Merki mannréttindabaráttu hinsegin fólks má þrífa af götunni eins og ekkert sé. Skeytingarleysið og í raun virðingarleysið fyrir þeirri merkingu sem þetta framtak hafði fyrir hinsegin fólk er algjört. Hvernig gátum við látið okkur detta í hug að varanlegur fáni þýddi einmitt það? Stjórnmálafólk í borginni hefur lýst því yfir að þetta hafi verið klúður, að þetta hefði átt að vinna öðruvísi. Það er gott að þau sjái það núna, en þetta er bara orðið svo þreytt. Hinsegin fólk er sífellt í þeirri stöðu að okkur sé ýtt til hliðar, að tilvera okkar sé eftiráhugsun. Fólk segist styðja okkur en tekur málefnum okkar samt ekki alvarlega. „Já, æ, strikið bara yfir pabbi og setjið mamma.” „Þú mátt alveg nota ræstingaherbergið sem búningsklefa.” „Hinsegin fræðsla? Eru börn ekki svo fordómalaus í dag?” „Við finnum regnboganum bara annan góðan stað.” Barátta okkar fyrir mannréttindum stendur enn yfir. Á meðan stjórnvöld stæra sig af því að við séum eitt besta land í heimi fyrir hinsegin fólk - því við verðum ekki fyrir það miklu ofbeldi - erum við ennþá að berjast við kerfi sem heldur okkur niðri. Við berjumst við að koma hinsegin börnum á fullorðinsár án þess að þau séu með brotna sjálfsmynd vegna þess hvernig samfélagið okkar kemur fram við þau. Það er bakslag í gangi í löndunum allt í kringum okkur og hatursorðræða grasserar svo sannarlega á miðlum sem fullorðið fólk kemur ekki nálægt, en enginn sér neyðarástandið nema við. En hið raunverulega neyðarástand er raunar skeytingarleysið, trúin á að það þurfi ekkert að gera neitt afgerandi í hinsegin málefnum. Eins og mannréttindi standi bara í stað og þurfi engra varna við. Kæra stjórnmálafólk og embættismenn: Það er löngu kominn tími til þess að taka hinsegin málefni alvarlega. Við vitum að fólk telur sig með okkur í liði, en það eru samt ekki skilaboðin sem við fáum þegar við höfum í nokkur ár talað fyrir daufum eyrum innan borgarkerfisins og við sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins um fjármögnun hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga, sem var stofnuð út frá ungliðastarfi Samtakanna ‘78. Hinsegin félagsmiðstöð fær verðlaun og viðurkenningar trekk í trekk, en nægt fjármagn fáum við ekki fyrr en mögulega núna þegar við þurftum einfaldlega að hóta því að loka dyrunum á þau 120 ungmenni sem mæta til okkar vikulega. Þau mæta í einu félagsmiðstöð landsins sem mönnuð er af sjálfboðaliðum. Þau mæta á eina staðinn þar sem þau eru ekki frávikið, ekki eftiráhugsun. Stjórnmálafólki sveipar sig gjarnan regnbogafánanum og sýnir þannig umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileikanum og jafnvel fagnar tilveru hinsegin fólks. Við fögnum því. Regnboginn skiptir nefnilega máli því hann er tákn um að við séum velkomin, að við tilheyrum í samfélaginu. Núna er komið að því að standa með honum. Haldið í regnbogann á neðsta hluta Skólavörðustígs. Fullfjármagnið Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ‘78 og Tjarnarinnar. Sýnið að ykkur sé alvara. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun