Íranir halda áfram að auðga úran Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2021 20:24 Fáni Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar í Vín. AP/Lisa Leutner Stjórnvöld í Teheran halda áfram að bæta í forða sinn af auðguðu úrani sem hægt væri að nota til framleiðslu á kjarnavopnum, að sögn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (IAEA). Eftirlitsmenn hennar hafa átt erfitt um vik að fylgjast með þróun mála í Íran á þessu ári. Stofnun áætlar nú að írönsk stjórnvöld búi yfir meira en tífalt því magni af auðguðu úrani sem þeim er heimilt samkvæmt kjarnorkusamningnum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Íranir héldu áfram auðguninni eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018. Í leynilegri ársfjórðungsskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna í dag kom einnig fram að eftirlit með auðgun úrans í Íran hafi verið verulega heft frá því að írönsk stjórnvöld neituðu að veita eftirlitsmönnum stofnunarinnar aðgang að vöktunarbúnaði í landinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Huga þurfi að vöktunarbúnaðinum á að minnsta kosti þriggja mánaða fresti. Geta stofnunarinnar til þess að fylgjast með kjarnorkuumsvifum Írana fari því dvínandi með tímanum og sú þróun haldi áfram nema að Íranir vendi kvæði sínu í kross. Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segist tilbúinn að fara til Íran til að ræða við nýkjörna ríkisstjórn landsins um framhaldið. Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. 31. maí 2021 18:28 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Stofnun áætlar nú að írönsk stjórnvöld búi yfir meira en tífalt því magni af auðguðu úrani sem þeim er heimilt samkvæmt kjarnorkusamningnum sem þau gerðu við heimsveldin árið 2015. Íranir héldu áfram auðguninni eftir að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin út úr samkomulaginu árið 2018. Í leynilegri ársfjórðungsskýrslu IAEA til aðildarríkja sinna í dag kom einnig fram að eftirlit með auðgun úrans í Íran hafi verið verulega heft frá því að írönsk stjórnvöld neituðu að veita eftirlitsmönnum stofnunarinnar aðgang að vöktunarbúnaði í landinu, að sögn AP-fréttastofunnar. Huga þurfi að vöktunarbúnaðinum á að minnsta kosti þriggja mánaða fresti. Geta stofnunarinnar til þess að fylgjast með kjarnorkuumsvifum Írana fari því dvínandi með tímanum og sú þróun haldi áfram nema að Íranir vendi kvæði sínu í kross. Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri IAEA, segist tilbúinn að fara til Íran til að ræða við nýkjörna ríkisstjórn landsins um framhaldið.
Íran Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. 31. maí 2021 18:28 Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Vita ekkert um auðgun úrans í Íran frá því í febrúar Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) segist ekki hafa fengið upplýsingar um auðgun Úrans í Íran frá 23. febrúar. Þá hófu yfirvöld í Íran að takmarka aðgengi eftirlitsaðila að kjarnorkurannsóknarstöðvum sínum en þar eru Íranar að auðga úran meira en þeir hafa gert hingað til. 31. maí 2021 18:28
Úranauðgun Íran hafin Yfirvöld í Íran segja 20 prósenta úranauðgun vera hafna innan landamæra ríkisins. IRNA fréttaveitan sem er í eigu ríkisins segir að Hassan Rouhani, forseti, hafi gefið skipunina í dag. Auðgunin fer fram í leynilegu neðanjarðarbyrgi sem kallast Fordo. 4. janúar 2021 14:06