Er eldra fólk tímasprengja? Viðar Eggertsson skrifar 8. september 2021 10:30 Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðar Eggertsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Það er talað um eins og einhverjar hamfarir séu um það bil að skella á íslenskri þjóð á næstu árum og áratugum sem er kölluð hinu skelfilega samheiti: „Ellilífeyrisþegar“ eða „Eldra fólk“ þegar talað er um fólk sem er komið á eftirlaun eða á leiðinni þangað þegar skilaboð frá ráðandi yfirstétt þessa lands eru lesin. Hvað skekur þau svona mikið? Er hippakynslóðin enn að valda usla. Eða hvað? Svarið er: Já. Fólk sem komið er á eftirlaunaaldur og það fólk sem er að komast á þann aldur er það fólk sem verst verður úti og hefur orðið verst úti í þeirri skelfilegu ótímabæru breytingu á lögum almannatrygginga sem tóku gildi þegar núverandi ríkistjórn settist í dúnmjúk sæti sín. Á sama tíma og sú ríkisstjórn setist í sín hægindi tóku gildi eftirlaunalög fyrir sauðsvartan almenning sem voru hugsuð fyrir allt aðra tíma. Tíma sem verður hugsanlega veruleiki annarra kynslóðar. Kynslóðar sem nú er á fullu að skapa sér velgengni – eins og ráðherrarnir sem sjá ekki lengra en nefi sínu. Það er básúnað að „þjóðin sé að eldast“. So what? Þetta var vitað um miðja síðustu öld. Svokölluð „aldurssprengja“ eldri borgara verður víst eftir 4 ár. Það fólk fæddist fyrir 76 árum verður áttrætt. Ekki ný frétt! 76 árum síðar er fólk að hrista hausinn yfir þessum tíðindum að einhver hafi virkilega fæðst þá og það í svona miklum mæli! Af hverju vann enginn heimavinnuna sína sem nú situr sveittur yfir excel skjölum, hagspá og þjóðskrá? Nógur var tíminn. En af hverju ekki að örvænta yfir fólki sem verður fyrr en varir áttrætt og þá komið á hugsanlegt hrörnunarskeið sem kallast í heilbrigðiskerfinu „þung þjónusta“? Engin ástæða til þess. Engin ástæða EF... Ef við vinnum strax heimavinnuna okkar og eflum forvarnir. Gefum fólki betri heilsu, líf og lífsgleði. Það kostar minna en öll lyf, umönnun, hjúkrun og svo ekki sé minnst á harm og þjáningu þess sem veikist án örvunar og heilbrigðs stuðnings. Eldra fólk á Íslandi er ekki tímasprengja. Eldra fólk hér er ekki byrði á samfélaginu og þarf ekki að verða það. Eftirlaunaaldur hér er hærri en víðast hvar á vesturlöndum. Atvinnuþátttaka eldra fólks hér er meiri en víðast hvar á vesturlöndum. Hér verður aldurssprengjan svokallaða síðar en víðast hvar á vesturlöndum. En eftirlaunalöggjöfin hefur ekki tekið mið af þessu. Hún miðast við hvernig Íslendingar verða í stakk búnir til að fara á eftirlaun eftir 20 – 30 ár. Þá mun fólk almennt vera búin að safna góðum lífeyrissjóði fyrir efri árin – þá. En núna strax er þessari framtíðarsýn hellt yfir þá sem eru að fara á eftirlaun af fullkomnu miskunnarleysi. Vandinn í dag er að leysa fólk úr fjötrum fátæktar. Það kostar en ekki til langframa. Það er verkefni sem er tímabundið og við getum leyst með reisn. Það er tímasprengjan sem er að springa í fangið á okkar eldra fólki. Höfundur er leikstjóri, eldri borgari og í 3. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar