Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsustofnun. Þar segir að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar og endurhæfingarstarf haldi áfram.
„Átta skjólstæðingar og fimm starfsmenn eru komnir í sóttkví og er enginn af þeim með einkenni,“ segir í tilkynningunni.
Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem kórónuveirusmit kemur upp hjá Heilsustofnun í Hveragerði en í síðasta mánuði þurftu tugir manna að fara í sóttkví eftir að smit kom þar upp hjá skjólstæðingi og þurfti í skamman tíma að stöðva meðferðir.