Lífeyrissjóðssukk Rúnar Gunnarsson skrifar 8. september 2021 17:00 Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lífeyrissjóðir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun