Upprifjun handa Kára Reynir Arngrímsson skrifar 8. september 2021 20:06 Í tilefni umvöndunar Kára í garð lækna í nýjasta hefti Læknablaðsins sem er viðlag við sama stefgang úr kórverki hans frá 2019 og birtist í Fréttablaðinu á sínum tíma. Kári má eiga það að hann er óþreytandi í að benda á þá staðreynd að læknasamtökin séu öflugur bakhjarl félagsmanna sinna. Það er rétt hjá Kára. Læknafélag Íslands (LÍ), með fulltingi aðildarfélaga sinna og sérgreinafélaga lækna hafa um áraraðir reynt að skjóta skjaldborg um réttindi sjúklinga og lækna og berjast fyrir bættri vinnuaðstöðu, heilsusamlegra starfsuhverfi, framförum og faglegri framþróun heilbrigðiskerfisins. Meðal faglegra hornsteina starfseminnar er t.d. útgáfa Læknablaðsins sem er í eigu LÍ og hefur verið gefið út í 107 ár. Öflugusta ráðstefnan á sviði heilbrigðisvísinda og símenntunar, Læknadagar, hafa verið haldnir af LÍ í aldarfjórðung. LÍ er sterkt fagfélag og í stefnumörkun félagsins sem nú er í vinnslu er lögð enn meiri áhersla á uppbyggingu og styrks þess þáttar starfseminnar. Ábendingar Kára geta þar komið að góðu gagni. Sterk samstaða og áhrif Það sem Kára virðist yfirsjást aftur er að hagsmunir lækna og skjólstæðinga þeirra, sjúklinganna, fara yfirleitt saman. Félagsmenn LÍ gegna mikilvægu hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Áhrif félagsmanna hafa sennilega aldrei verið meiri en einmitt nú á tímum fyrir íslenskt samfélag í heimsfaraldri, jafnvel þó ekki gegni læknir stöðu ráðuneytisstjóra í Heilbrigðisráðuneytinu eins og var um langt árabil. Jafnvel mönnum eins og Kára geta skjátlast þó auðvitað gerist það sjaldan. Sem betur fer hafa læknar í samstarfi við marga aðila innan og utan heilbrigðiskerfisins þ.m.t. ágæta vísindamenn og starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar verið óþreytandi og unnið óeigingjarnt starf sl. tvö á í heimsfaraldrinum. Læknar hluti af lausninni Meðvituð áhersla LÍ á aukin áhrif og raddir einstakra lækna, hópa lækna og grasrótar lækna hefur sjaldan verið meiri. Hún endurspeglast í meiri og traustari samstöðu meðal lækna en dæmi eru áður um. Læknar líta ekki á sig sem heilbrigðisvandamál eins og Kári gerir, þeir eru hluti af lausninni á þeim vanda sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Viðhorf Kára nú er það sama og í grein hans frá 2019. Tilraun til að gera lækna að blórabögglum vegna þess sem misfarist hefur í heilbrigðisstefnu stjórnvalda með ásökunum um sérhagsmunagæslu eins og Kári freistast til að gera og ýmsir stjórnmálamenn hafa reynt og er ekki ný af nálinni en hefur fengið litlar undirtektir. Enda þegar litið er yfir farin veg sl. tvö ár þá sjá flestir að slíkar rangfærslur styðjast ekki við nein rök. Samfélagsábyrgð hefur einkennt framgöngu lækna og læknar hafa verið í forystu gegnum öldurót heimsfaraldurs á mörgum vígstöðvum sem leiðandi afl og uppfræðendur hver með sínu sniði. Áhrif þeirra hafa verið og eru mikil og byggist m.a á víðtækri samvinnu góðum tengslum við almenning. Leitað langt yfir skammt Það kann að svíða að ábendingarnar frá læknum og félögum þeirra um það sem betur þurfi að fara hafi verið hvassar og Kára finnist hann þurfa að hirta þá sem benda á mikið álag í starfi. Honum finnist erfitt að hafa samúð með þeim sem eru þreyttir svona eins og þegar heilbrigðisráðherra þótti áskorun að standa með Landspítalanum. Markmiðið málflutnings Kára með því að tala niður til þeirra sem hafa tjáð sig um álag og hnýta í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn sem mýgrút sérfræðinga sem vinna á stofum með takmörkuðum gæðum virðist vera til þess eins kokkað að rýra með tiltækum meðölum það trausta samband sem myndast hefur milli lækna og sjúklinga gegnum tíðina og gera þá og starfsemi þeirra tortryggilega með tilvísunum í fjárhagslega hagsmuni fremur en trausta faglega þjónustu. Í ljósi þessa kann rétt að vera í aðdraganda kosninga að minna á eftirfarandi: „Læknafélag Íslands telur eitt af lykilhlutverkum sínum að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi málefni lækna og heilbrigðiskerfisins almennt á grundvelli sérþekkinar sinnar. En ráðgjöf okkar er ekki alltaf þegin og eftir henni er ekki alltaf leitað þó hún sé í boði. Það má segja að traust ríki milli læknastéttarinnar og almennings, en milli stjórnvalda og læknastéttarinnar ríki ákveðin tortryggni. Við viljum gjarnan eyða henni og koma því skýrt til skila að við mælum af fullum heilindum. Stundum er ekki laust við að læknum þyki sem stjórnvöld sæki vatnið yfir lækinn.“ svo vitnað sé í níu ára gamalt viðtal við Þorbjörn Jónsson, fv. formann LÍ árið 2012 sem getur vel átt við enn í dag. Undir það má taka. Lesa má fyrra svar við sömu ákúrum Kára frá 2019 hér. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Í tilefni umvöndunar Kára í garð lækna í nýjasta hefti Læknablaðsins sem er viðlag við sama stefgang úr kórverki hans frá 2019 og birtist í Fréttablaðinu á sínum tíma. Kári má eiga það að hann er óþreytandi í að benda á þá staðreynd að læknasamtökin séu öflugur bakhjarl félagsmanna sinna. Það er rétt hjá Kára. Læknafélag Íslands (LÍ), með fulltingi aðildarfélaga sinna og sérgreinafélaga lækna hafa um áraraðir reynt að skjóta skjaldborg um réttindi sjúklinga og lækna og berjast fyrir bættri vinnuaðstöðu, heilsusamlegra starfsuhverfi, framförum og faglegri framþróun heilbrigðiskerfisins. Meðal faglegra hornsteina starfseminnar er t.d. útgáfa Læknablaðsins sem er í eigu LÍ og hefur verið gefið út í 107 ár. Öflugusta ráðstefnan á sviði heilbrigðisvísinda og símenntunar, Læknadagar, hafa verið haldnir af LÍ í aldarfjórðung. LÍ er sterkt fagfélag og í stefnumörkun félagsins sem nú er í vinnslu er lögð enn meiri áhersla á uppbyggingu og styrks þess þáttar starfseminnar. Ábendingar Kára geta þar komið að góðu gagni. Sterk samstaða og áhrif Það sem Kára virðist yfirsjást aftur er að hagsmunir lækna og skjólstæðinga þeirra, sjúklinganna, fara yfirleitt saman. Félagsmenn LÍ gegna mikilvægu hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Áhrif félagsmanna hafa sennilega aldrei verið meiri en einmitt nú á tímum fyrir íslenskt samfélag í heimsfaraldri, jafnvel þó ekki gegni læknir stöðu ráðuneytisstjóra í Heilbrigðisráðuneytinu eins og var um langt árabil. Jafnvel mönnum eins og Kára geta skjátlast þó auðvitað gerist það sjaldan. Sem betur fer hafa læknar í samstarfi við marga aðila innan og utan heilbrigðiskerfisins þ.m.t. ágæta vísindamenn og starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar verið óþreytandi og unnið óeigingjarnt starf sl. tvö á í heimsfaraldrinum. Læknar hluti af lausninni Meðvituð áhersla LÍ á aukin áhrif og raddir einstakra lækna, hópa lækna og grasrótar lækna hefur sjaldan verið meiri. Hún endurspeglast í meiri og traustari samstöðu meðal lækna en dæmi eru áður um. Læknar líta ekki á sig sem heilbrigðisvandamál eins og Kári gerir, þeir eru hluti af lausninni á þeim vanda sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Viðhorf Kára nú er það sama og í grein hans frá 2019. Tilraun til að gera lækna að blórabögglum vegna þess sem misfarist hefur í heilbrigðisstefnu stjórnvalda með ásökunum um sérhagsmunagæslu eins og Kári freistast til að gera og ýmsir stjórnmálamenn hafa reynt og er ekki ný af nálinni en hefur fengið litlar undirtektir. Enda þegar litið er yfir farin veg sl. tvö ár þá sjá flestir að slíkar rangfærslur styðjast ekki við nein rök. Samfélagsábyrgð hefur einkennt framgöngu lækna og læknar hafa verið í forystu gegnum öldurót heimsfaraldurs á mörgum vígstöðvum sem leiðandi afl og uppfræðendur hver með sínu sniði. Áhrif þeirra hafa verið og eru mikil og byggist m.a á víðtækri samvinnu góðum tengslum við almenning. Leitað langt yfir skammt Það kann að svíða að ábendingarnar frá læknum og félögum þeirra um það sem betur þurfi að fara hafi verið hvassar og Kára finnist hann þurfa að hirta þá sem benda á mikið álag í starfi. Honum finnist erfitt að hafa samúð með þeim sem eru þreyttir svona eins og þegar heilbrigðisráðherra þótti áskorun að standa með Landspítalanum. Markmiðið málflutnings Kára með því að tala niður til þeirra sem hafa tjáð sig um álag og hnýta í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn sem mýgrút sérfræðinga sem vinna á stofum með takmörkuðum gæðum virðist vera til þess eins kokkað að rýra með tiltækum meðölum það trausta samband sem myndast hefur milli lækna og sjúklinga gegnum tíðina og gera þá og starfsemi þeirra tortryggilega með tilvísunum í fjárhagslega hagsmuni fremur en trausta faglega þjónustu. Í ljósi þessa kann rétt að vera í aðdraganda kosninga að minna á eftirfarandi: „Læknafélag Íslands telur eitt af lykilhlutverkum sínum að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi málefni lækna og heilbrigðiskerfisins almennt á grundvelli sérþekkinar sinnar. En ráðgjöf okkar er ekki alltaf þegin og eftir henni er ekki alltaf leitað þó hún sé í boði. Það má segja að traust ríki milli læknastéttarinnar og almennings, en milli stjórnvalda og læknastéttarinnar ríki ákveðin tortryggni. Við viljum gjarnan eyða henni og koma því skýrt til skila að við mælum af fullum heilindum. Stundum er ekki laust við að læknum þyki sem stjórnvöld sæki vatnið yfir lækinn.“ svo vitnað sé í níu ára gamalt viðtal við Þorbjörn Jónsson, fv. formann LÍ árið 2012 sem getur vel átt við enn í dag. Undir það má taka. Lesa má fyrra svar við sömu ákúrum Kára frá 2019 hér. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar