Þórólfur vill fara hægt í afléttingar Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2021 15:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir skilar minnisblaði til heilbrigðisráðherra á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að skila heilbrigðisráðherra nýju minnisblaði innan fárra daga en varar við því að farið verði of geyst í slökun á sóttvarnaaðgerðum. Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Fjörtíu og fjórir greindust með kórónuveiruna í gær. Þar af voru nítján í sóttkví en tuttugu og fimm utan sóttkvíar. Sjö liggja nú á sjúkrahúsi, þar af einn á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason bendir á að þetta séu fleiri en greindust í fyrradag. Ástandið hefði þó vissulega oft verið verra. „Já, já það hefur verið verra. Það er bara ánægjulegt að spítalinn sé búinn að aflýsa þessu hættuástandi. Þannig að þetta lítur vel út en eins og reynslan sýnir okkur og við höfum séð áður þarf ekki mikið út af að bera þannig að aftur sígi á ógæfuhliðina. Þannig að við þurfum að gæta okkar eins vel og við getum held ég," segir Þórólfur. Töluverðrar óþreyju er farið að gæta hjá mörgum sem koma að skemmtanahaldi og hjá einstaka ráðherrum sem vilja að sem flestar samkomutakmarkanir verði afnumdar sem fyrst. Þessar raddir hafa ekki farið framhjá Þórólfi sem segist vera að undirbúa minnisblað til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Sóttvarnalæknir vill fara hægt í afléttingar á sóttvarnatakmörkunum enda hafi reynslan sýnt að ekki borgi sig að fara of geyst. Heilbrigðisráðherra meti stöðuna eftir að hann skilar henni nýju minnisblaði á næstu dögum.Vísir/Vilhelm „Það verður þá bara hennar að ákveða hvenær hún vill láta það taka gildi. En eins og ég hef sagt áður þá held ég að við höfum brennt okkur á að vera alltaf að flýta okkur. Við megum varla sjá lægri tölur og þá þurfum við að fara í afléttingar og við höfum reynt að gera það. En ég held við þurfum að fara varlega. Við þurfum að halda áfram að aflétta og gera það eins markvisst og við getum en flýta okkur ekki um of. Annars lendum við bara í einhverju bakslagi og menn eru heldur ekki ánægðir með það," segir sóttvarnalæknir. Staðan væri heldur betri en um mánaðamótin júní-júlí þegar öllum sóttvarnatakmörkunum var aflétt en það væri þó enginn grundvallar munur á stöðunni nú og þá þótt búið væri að gefa viðkvæmustu hópunum þriðja skammtinn. Íslandi hafi verið á svipuðum stað um mánaðamótin júní-júlí og Norðurlöndin væru núna og þau væru nú að létta á takmörkunum og fróðlegt yrði að fylgjast með hvað gerðist hjá þeim í framhaldinu. Hvenær fer minnisblaðið góða frá þér til ráðherra? „Það er ekki alveg ljóst. Það verður einhvern tíma á næstu dögum.“ Fyrir helgi? „Það er ekki alveg vitað. Það verður bara eins fljótt og ég get,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07 Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. 8. september 2021 12:07
Svandís segir hilla undir fjöldasamkomur Heilbrigðisráðherra segir hilla undir að hægt verði að heimila stórar fjöldasamkomur. Mögulega verði slakað á sóttvarnareglum áður en þær sem nú eru í gildi renni út á föstudag í næstu viku. 7. september 2021 19:21