Lífskjör og velsæld! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 9. september 2021 16:30 Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn. Allar þær vinnumarkaðsaðgerðir sem var gripið til sérstaklega vegna Covid voru gerðar að undangengnu samráði við alla þá aðila sem urðu fyrir miklum forsendubresti og atvinnumissi í vegna efnahagsáfalla í kjölfar Covid. Kjarabarátta þeirra sem lakast standa hefur alltaf verið mér hugleikin enda óx ég upp í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum. Öflugt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er undirstaða samfélagslegra framfara, raunverulegra kjarabóta og efnahagslegs stöðugleika. Aðgerðir í húsnæðismálum, þrepaskipt skattkerfi, lágir vextir, lægri kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og stytting vinnuvikunnar koma ungu fólki og einnig þeim tekjulægri vel. Halda þarf áfram á þessari braut félagslegra umbótamála á komandi kjörtímabili meðal annars með uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land sem tryggir mannsæmandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við viljum vinna áfram gegn fátækt barna með enn öflugra barnabótakerfi sem nær til enn fleiri barnafjölskyldna. Mikilvægt er að skapa öryrkjum fleiri tækifæri til virkari þátttöku í samfélaginu með úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Það er brýnt að endurmeta lágmarks framfærsluviðmið þeirra tekjulægstu í hópi aldraðra og öryrkja og tryggja þeim mannsæmandi afkomu. Aukin fjárfesting þarf að vera í opinbera heilbrigðiskerfinu sem tryggir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Hvert heilbrigðisumdæmi þarf að tryggja íbúum greitt aðgengi að læknisþjónustu en þar hafa sum svæði borið skertan hlut frá borði og úr því þarf að bæta. Mikilvægt er að vinna áfram að því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu við aldraða og gera breytingu á samspili almannatrygginga og lífeyriskerfinu til að auðvelda sveigjanleg starfslok og gera fólki kleift að vinna lengur. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á vakt VG um land allt og á þeirri braut ætlum við að halda áfram með auknum úrræðum t.d. fyrir ungt fólk og vinna með einmanaleika eldra fólks. Vinstri græn hafa verið í forystu í heilbrigðismálum á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs. Með okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki og því að hlusta á vísindin hefur tekist að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins samhliða því að glíma við Covid faraldurinn þar sem Ísland hefur staðið sig vel með þátttöku allrar þjóðarinnar. Með hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi getum við tryggt öllum velsæld. Það er leiðarljós Vinstri grænna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mikilvægara er nú en nokkru sinni að hlusta á áherslur verkalýðshreyfingarinnar. Vinstri græn hafa lagt mikla áherslu að eiga gott samráð við aðila vinnumarkaðarins allt þetta kjörtímabil og Lífskjarasamningarnir voru gerðir með öflugri aðkomu stjórnvalda sem skilað hefur mörgum þjóðþrifamálum í höfn. Allar þær vinnumarkaðsaðgerðir sem var gripið til sérstaklega vegna Covid voru gerðar að undangengnu samráði við alla þá aðila sem urðu fyrir miklum forsendubresti og atvinnumissi í vegna efnahagsáfalla í kjölfar Covid. Kjarabarátta þeirra sem lakast standa hefur alltaf verið mér hugleikin enda óx ég upp í verkalýðshreyfingunni á Vestfjörðum. Öflugt samstarf stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins er undirstaða samfélagslegra framfara, raunverulegra kjarabóta og efnahagslegs stöðugleika. Aðgerðir í húsnæðismálum, þrepaskipt skattkerfi, lágir vextir, lægri kostnaður sjúklinga í heilbrigðiskerfinu, lengra fæðingarorlof, hærri barnabætur og stytting vinnuvikunnar koma ungu fólki og einnig þeim tekjulægri vel. Halda þarf áfram á þessari braut félagslegra umbótamála á komandi kjörtímabili meðal annars með uppbyggingu félagslegs húsnæðis um allt land sem tryggir mannsæmandi og öruggt húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Við viljum vinna áfram gegn fátækt barna með enn öflugra barnabótakerfi sem nær til enn fleiri barnafjölskyldna. Mikilvægt er að skapa öryrkjum fleiri tækifæri til virkari þátttöku í samfélaginu með úrbótum á framfærslukerfi öryrkja. Það er brýnt að endurmeta lágmarks framfærsluviðmið þeirra tekjulægstu í hópi aldraðra og öryrkja og tryggja þeim mannsæmandi afkomu. Aukin fjárfesting þarf að vera í opinbera heilbrigðiskerfinu sem tryggir gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu um land allt. Hvert heilbrigðisumdæmi þarf að tryggja íbúum greitt aðgengi að læknisþjónustu en þar hafa sum svæði borið skertan hlut frá borði og úr því þarf að bæta. Mikilvægt er að vinna áfram að því að fjölga hjúkrunarrýmum og efla heimaþjónustu við aldraða og gera breytingu á samspili almannatrygginga og lífeyriskerfinu til að auðvelda sveigjanleg starfslok og gera fólki kleift að vinna lengur. Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hefur verið að aukast á vakt VG um land allt og á þeirri braut ætlum við að halda áfram með auknum úrræðum t.d. fyrir ungt fólk og vinna með einmanaleika eldra fólks. Vinstri græn hafa verið í forystu í heilbrigðismálum á fordæmalausum tímum heimsfaraldurs. Með okkar frábæra heilbrigðisstarfsfólki og því að hlusta á vísindin hefur tekist að byggja upp innviði heilbrigðiskerfisins samhliða því að glíma við Covid faraldurinn þar sem Ísland hefur staðið sig vel með þátttöku allrar þjóðarinnar. Með hagsmuni samfélagsins alls að leiðarljósi getum við tryggt öllum velsæld. Það er leiðarljós Vinstri grænna. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar