Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:55 Vettel virðir fyrir sér hreinsistöðina á Hellisheiðinni á miðvikudaginn. @sebvettelnews Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun. Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig. Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig.
Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun