Frumkvöðlalaun - fyrir framtíðina Geir Sigurður Jónsson skrifar 10. september 2021 17:30 Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Nýsköpun Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eina september-byrjun liggur frumkvöðla-samfélagið undir feldi og skrifar Rannís umsókn. Umsóknarfrestur er að renna út, dagarnir eru farnir og næturnar farnar að styttast. Í þessu umsóknarferli, þar sem 2-5% umsókna hljóta á endanum styrk, skýtur alltaf sama spurningin upp kollinum, af hverju er þröskuldurinn svona hár? Af hverju er ekki hægt að aðstoða framsækið fólk með smáskömmtum á upphafsstigum verkefna og leyfa frumkvöðlum að finna sig á viðeigandi hraða? Lærum af mistökunum - aftur og aftur Frumkvöðlar eru eins og lítil börn sem verða að fá að reyna að standa upp aftur og aftur og aftur áður en ætlunarverkið loksins tekst. Þetta er algert grundvallaratriði í þróunarstarfsemi, mistök eru oft verðmætasta reynslan sem hver frumkvöðull byggir upp. Frumkvöðullinn verður að fá að prófa hlutina og þroskast með stuðningi þeirra sem hafa áður gengið götuna til enda. Frumkvöðlalaun (sbr. listamannalaun) Listamannalaun eru grundvöllur fyrir mörgum þáttum í blómlegu menningarlífi okkar. Þar borgum við listamönnum til að auðga menningarlífið, gera tilraunir og vinna að listsköpun sem auðgar líf okkar allra. Þar eru ekki allar afurðir fullkomnar, en listamennirnir þroskast, gera betur næst en í einhverjum tilfellum enda tilraunir á stórvirki. Af hverju leyfum við frumkvöðlum ekki að ganga í gegnum sama þroskaferli? Í núverandi umhverfi, verða léttvæg mistök eða óvæntar beygjur í upphafsferlinu til þess að frumkvöðlar neyðast til að fara að „vinna“ aftur - hætta við frábæra hugmyndina sem fæddist ekki nægjanlega fullmótuð daginn sem við settumst niður á kaffihús til að ræða hana. Frumkvöðlalaun myndu hleypa súrefni inn í íslenskt frumkvöðlasamfélag og hvetja ungt fólk til dáða í að virkja eigin sköpunarkraft til að leggja grunn að framtíðar atvinnuvegum Íslands. Höfundur er forritari og frumkvöðull og skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun