Vestmannaeyjabær Georg Eiður Arnarson skrifar 11. september 2021 20:31 Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Skoðun: Kosningar 2021 Vestmannaeyjar Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og þar sem allir þekkja alla og samstaðan oft gríðarleg þegar á reynir. Þegar kemur hins vegar að hagsmunum okkar varðandi hvað eigi að vera í forgangi hjá Alþingismönnum okkar, þá greinir okkur töluvert á. Ég þekki t.d. hér í bæ ótrúlega margt mjög fátækt fólk, sérstaklega fólk sem er orðið fullorðið og er í sumum tilvikum búið að missa makann. Einnig er mikið af öryrkjum sem virkilega þurfa að hafa fyrir hlutunum, en sem betur fer ætlum við í Flokki fólksins að bæta verulega kjör þessara hópa. Brjótum múra – bætum þjónustu! En það er margt annað sem brennur á Eyjamönnum eins og t.d. samgöngumálin. Mörgum finnst súrt að þurfa að standa í biðröðum og borga síðan miklu hærri upphæð en aðrir Íslendingar fyrir að fara þessa vegalengd á milli lands og Eyja. Og svo er aftur hin hliðin. Af hverju erum við ennþá að borga hundruð milljóna fyrir að moka sandi úr Landeyjahöfn á hverju ári í stað þess að leysa vandamálið varanlega með göngum? Og hvers eiga þeir að gjalda, bæði einstaklingar og fjölskyldur, sem lagt hafa allt sitt undir við að skapa sér atvinnu hér í Eyjum? Hér á ég bæði við veitingarekstur og aðra afþreyingu fyrir ferðamenn sem þarf sumpart að loka nú þegar haustar þrátt fyrir að landið sé fullt af ferðamönnum? Og hvers vegna er ekki löngu búið að fjármagna þetta litla sem upp á vantar til þess að fá úr því skorið hvort göng séu raunhæfur kostur eða ekki? Eitt að því sem ég hef mikinn áhuga á er að skurðstofa sjúkrahússins okkar verði fullmönnuð. Þá þyrfti unga fólkið okkar ekki að flytjast í bæinn til þess að eignast börnin sín. Að sama skapi væru hér allar forsendur fyrir minni háttar aðgerðum og þannig mætti létta á allt of löngum biðlistum. Einnig vekur það furðu að bæjarfélög þurfi að standa í stappi við ríkið til þess að geta fengið það fjármagn sem þarf að fylgja rekstri á elliheimilum, ekki bara hér í Eyjum heldur víða annars staðar. Hvar hafa þeir verið, þessir þingmenn sem mæta núna rétt fyrir kosningar og lofa öllu fögru? Sjálfur hef ég verið mikill áhugamaður í fjölda ára um uppbyggingu á stórskipaviðlegukanti fyrir Eiðinu, verkefni sem ríkið verður klárlega að koma að og nokkuð sem ég mun klárlega fylgja eftir af krafti, fái ég tækifæri til þess. Settu X við F – fyrir þína framtíð! Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun