Það sem ekki er rætt Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 13. september 2021 14:31 Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Félagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks. Ég tiltek félags- og barnamálaráðherra sérstaklega, þar sem hann er ráðherra fatlaðs fólks, okkar ráðherra, sá sem átti að taka okkar mál sérstaklega upp á sína arma! Í stuttu máli varð ég fyrir vonbrigðum með frambjóðendurna upp til hópa. Ég minni á að fatlað fólk sat eftir í hruninu og hefur ekki enn, rúmum áratug síðar, fengið leiðréttingu. Fatlað fólk hefur í dag lægstu framfærslu allra, lægri en atvinnulausir sem eru þó aðeins tímabundið án tekna, og fatlað fólk er langt undir lágmarkslaunum. Allt tal fráfarandi stjórnvalda um aukinn kaupmátt fatlaðs fólks er ekkert nema gaslýsing! Ef horft er á heildina þá býr fatlað fólk við mismunun, útilokun, afkomuóöryggi, réttleysi, þöggun og þvingun. Það er án tækifæra, án mannsæmandi framfærslu og mjög stór hluti býr við fátækt. Fátækt fatlaðs fólks kemur niður á börnum þeirra en mest auðvitað á fólkinu sjálfu sem fær ekki tækifærin og getur því ekki tekið þátt í samfélaginu til jafns við aðra. Í nýrri rannsókn Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kemur fram að 8 af hverjum 10 þeirra sem treysta á almannatryggingakerfið sér til framfærslu, eiga erfitt, eða mjög erfitt með að ná endum saman. Staðan versnar til muna ef viðkomandi er einstætt foreldri. Þá erum við að tala um 90% sem ná ekki endum saman yfir mánuðinn. Rúmlega 40% þessara einstæðu foreldra geta ekki veitt börnum sínum eins næringarríkan mat og þeir vilja, né nauðsynlegan fatnað eða greitt kostnað vegna skipulagðra tómstunda. Rúmlega 80% hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu og langflestir segja kostnað helstu ástæðu þess. En þetta er bara ekki rætt. Hér vantar húsnæðisúrræði, margskonar þjónustu, aðgengi að menntun og atvinnumöguleikum. Fatlað fólk þarf að neita sér um svo margt, sem aðrir líta á sem sjálfsagðan hlut og velta ekkert sérstaklega fyrir sér. Til að mynd að kynda húsnæði sitt nægjanlega. Málefni fatlaðs fólks eru stöðugt stækkandi svöðusár í okkar samfélagi. Sér í lagi það sem varðar gríðarlegar skerðingar og skatta á mjög lágar tekjur. Það átti að laga á síðasta kjörtímabili en var aflýst, nánast með öllu. ÖBÍ hefur átt fundi með nær öllum framboðum þar sem við höfum bent á 24 góðar leiðir að réttlátara samfélagi. Við höfum kynnt þeim það sem brennur helst á fötluðu fólki. Þar er framfærslan langefst á blaði. Hvað ætlar þú ágæti kjósandi sem býrð við veikindi og fötlun að kjósa? Hvað ætlar fjölskylda þín að kjósa? Hverju vilt þú breyta? Höfundur er formaður Öryrkjabandalagsins.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar