Fylkismenn bara með tvö stig og eitt mark samanlagt síðustu 62 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2021 16:01 Djair Parfitt-Williams er markahæsti leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla í sumar en skoraði síðast í deildinni í maí. Vísir/Hulda Margrét Fylkismenn sitja í fallsæti í Pepsi Max deild karla í fótbolta þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37) Fylkir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Fylkir tapaði 2-0 á móti KA á Akureyrarvelli um helgina og var þetta fjórði tapleikurinn í röð hjá liðinu. Það sem er enn verra er að Árbæingar hafa ekki náð að skora eitt einasta mark í þessum fjórum leikjum. Nú eru liðnir tveir mánuðir frá síðasta sigurleik Fylkisliðsins sem var 2-1 sigur á KA 13. júlí síðastliðinn. Fylkir hefur spilað átta deildarleiki síðan þá en uppskeran er þó aðeins eitt mark. Það mark skoraði Orri Hrafn Kjartansson í 1-1 jafntefli á móti Keflavík 8. ágúst eða fyrir meira en einum mánuði síðan. Orri Hrafn hefur skorað tvö síðustu mörk Fylkismanna í Pepsi Max deildinni því hann skoraði einnig seinna markið í sigri á KA fyrir 62 dögum síðan. Í þessum átta leikjum hafa mótherjar Fylkismanna skorað tuttugu mörk þar af fimmtán mörk í röð án þess að Fylkisliðið hafi svarað fyrir sig. Fylkisliðið hefur náð 96 skotum í þessum átta síðustu leikjum samkvæmt tölfræði Wyscout en aðeins 23 þeirra hafa endað á marki. Fylkismenn náðu ekki að hitta markið í KA-leiknum um helgina. Á sama tíma hafa mótherjar liðsins náð 56 skotum á mark Fylkis þar af eru sjö skot KA-manna á laugardaginn. Markalíkur Fylkismanna í leikjunum átta (Xg) eru 11,6 og á því sést að Fylkismenn hafa fengið mun fleiri færi til skora meira en eitt mark á þessum tíma. Það segir kannski meira en mörg orð að markahæsti leikmaður Fylkismanna í sumar, Djair Parfitt-Williams, sem hefur skorað fimm mörk hefur ekki skorað í deildinni síðan 30. maí síðastliðinn. Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Mörk og markalíkur í síðustu átta leikjum Fylkis í Pepsi Max deild karla: (Tölfræði frá Wyscout) 0-1 tap á móti FH (xG: 1,49) 0-4 tap á móti KR (xG: 1,12) 0-0 jafntefli við Leikni (xG: 3,93) 1-1 jafntefli við Keflavík (xG: 2,44) 0-3 tap á móti Víkingi (xG: 1,46) 0-2 tap á móti Stjörnunni (xG: 0,54) 0-7 tap á móti Breiðabliki (xG: 0,27) 0-2 tap á móti KA (xG: 0,37)
Fylkir Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira