Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Birgir Olgeirsson skrifar 13. september 2021 14:08 Claudia í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Claudia er ákærð fyrir samverknað en hún fékk fyrirmæli um að fylgjast með bifreiðum og senda Shpetim Qerimi, eins þeirra sem ákærðir eru í málinu, skilaboð í gegnum Messenger þegar önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð. Varð Claudia við þessu, samkvæmt ákæru, og sendi skilaboðin þegar Armando ók frá Rauðarárstíg. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir Claudia segist hafa kynnst Angjelin í júní árið 2020. Hún sagðist ekki hafa vitað hver ætti bílana sem hún átti að fylgjast með eða af hverju það skipti máli. „Það hvarflaði ekki að mér að spyrja af hverju. Ég geri yfirleitt það sem mér er sagt að gera, ég spyr ekki,“ sagði Claudia fyrir dómi. Átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ Claudia átti að senda skilaboðin „Hæ sexy“ ef önnur hvor bifreiðin yrði hreyfð sem hún gerði. Claudia sagðist hafa vitað af einhverjum erjum sem tengdust Antoni Kristni Þórarinssyni, eins þeirra sem var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins, en Anton var ekki ákærður í málinu. Angjelin Sterkaj bar við fyrir dómi í morgun að Armando Beqirai og félagi hans hefðu farið fram á 25 milljónir hvor frá Anton Kristni. Angjelin hafi verið beðinn um að hafa milligöngu um það en Angjelin sagðist hafa neitað því. Upp úr því sköpuðust deilur milli Armando og Angjelin. Angjelin ræðir við lögmann sinn í morgun.Vísir Angjelin sagði Armando hafa hótað sér og fjölskyldu sinni ofbeldi. Boðað hafði verið til sáttafundar mánudaginn 15. febrúar að sögn Angjelin. Hann sagðist hins vegar hafa ætlað að reyna að ræða við Armando laugardagskvöldið 13. febrúar. Hafi hann óttast um líf sitt og þess vegna mætt vopnaður skammbyssu með hljóðdeyfi að heimili Armando þar sem hann skaut Armando níu sinnum. Kveðst hafa verið einn að verki Angjelin heldur því fram að hann hefði verið einn að verki og enginn hafi vitað um fyrirætlanir hans. Hvorki Shpetim, sem ók honum í Rauðagerði kvöldið örlagaríka, né Claudia, sem var beðin um að fylgjast með bifreið Armando. Claudia sagðist ekki hafa áttað sig á því fyrr en degi síðar hvað hefði gerst. Hún hefði séð fréttir af morðinu í Rauðagerði og séð Angjelin „eyðileggja skó“ sem voru með blóði á. „Ég spurði hann hvort hann hefði drepið Armando, því mér fannst allt vera að smella saman.“ Murat ræðir við verjanda sinn í dómssal.Vísir Claudia hafði meðal annars verið beðin um að fara með tösku til Reykjavíkur frá Borgarnesi sem innihélt byssuna sem Angjelin notaði við verknaðinn. Hún sagðist ekki hafa vitað að það væri byssa í töskunni. Eitthvað hart hafi verið í töskunni og hún svolítið þung, en hún hafi ekki vitað af byssu. Aðalmeðferðin heldur áfram í dag en næstir í skýrslutöku eru Shpetim Qerimi, sem ók Angjelin í Rauðagerði, og Murat Selivrada, sem er sakaður um að hafa bent Claudiu á bifreiðarnar sem hún átti að fylgjast með.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels