Bílstjóri Angjelins segist hafa komið fullkomlega af fjöllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. september 2021 16:21 Shpetim huldi andlit sitt með grímu, derhúfu og sólgleraugum fyrir þinghaldið í morgun. Vísir/vilhelm Shpetim Qerimi, sem er sakaður um að eiga hlutdeild í morðinu á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar, neitaði sök við skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Shpetim er sagður hafa ekið Angjelin Sterkaj í Rauðgerði kvöldið sem Angjelin skaut Armando til bana. Shpetim sagði Angjelin hafa greint sér frá erjum á milli sín og Armando og félaga Armando að nafni Goran. Goran var á meðal þeirra sem handteknir voru í málinu en ekki ákærðir. Angjelin hafi sagt Shpetim að sér hefði verið hótað lífláti af þeim. Angjelin hafi beðið Shpetim um ráð, hvað væri best að gera í þessari stöðu. „Angjelin, ertu með sannanir? Annað hvort sættistu við þá eða ferð niður á lögreglustöð og kærir þá. Mín ráð eru að sættast við þá, ekki vera með neitt vesen,“ sagði Shpetim þegar hann var spurður hver hans ráð væru. Kvöldið sem Armando var myrtur bað Angjelin Shpetim að koma með sér í bílferð. Að sögn Shpetims hafi þeir ekið í átt að Rauðagerði, þar sem Shpetim var undir stýri, en Shpetim sagðist ekki hafa vitað í hvaða tilgangi. Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað að förinni hefði verið heitið til Armando. Hann hafi stöðvað bílinn og Angjelin farið út. Shpetim heldur því fram að hann hafi ekki tekið eftir 43 sentímetra langri skammbyssunni sem Angjelin tók með sér og komið svo aftur með í bílinn. Hann hafi heldur ekki haft vitneskju um að Angjelin hefði skotið Armando þegar Angjelin sneri aftur í bílinn. Angjelin hafi einfaldlega sagt honum að aka af stað. Við skýrslutöku í morgun sagðist Angjelin hafa sagt við Shpetim að Armando yrði ekki lengur til vandræða, þegar þeir óku í burtu frá Rauðagerði. „Ég var ekkert að hlusta á það sem hann var að segja. Ég vissi ekki hvað hann var að tala um,“ svaraði Shpetim þegar hann var spurður út í þessi orð Angjelin þegar þeir voru á leið frá Rauðagerði. Hann hafi ekki komist að því fyrr en degi síðar að búið væri að myrða Armando. Shpetim hafi hringt í Angjelin og spurt: Veistu hvað gerðist? Svarið frá Angjelin hafi verið: Já, ég er búinn að drepa hann. Bar Shpetim við áfengisneyslu þegar gengið var á hann hvernig stæði á því að hann hefði ekki tekið eftir neinu þetta kvöld. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Shpetim sagði Angjelin hafa greint sér frá erjum á milli sín og Armando og félaga Armando að nafni Goran. Goran var á meðal þeirra sem handteknir voru í málinu en ekki ákærðir. Angjelin hafi sagt Shpetim að sér hefði verið hótað lífláti af þeim. Angjelin hafi beðið Shpetim um ráð, hvað væri best að gera í þessari stöðu. „Angjelin, ertu með sannanir? Annað hvort sættistu við þá eða ferð niður á lögreglustöð og kærir þá. Mín ráð eru að sættast við þá, ekki vera með neitt vesen,“ sagði Shpetim þegar hann var spurður hver hans ráð væru. Kvöldið sem Armando var myrtur bað Angjelin Shpetim að koma með sér í bílferð. Að sögn Shpetims hafi þeir ekið í átt að Rauðagerði, þar sem Shpetim var undir stýri, en Shpetim sagðist ekki hafa vitað í hvaða tilgangi. Hann sagðist ekki einu sinni hafa vitað að förinni hefði verið heitið til Armando. Hann hafi stöðvað bílinn og Angjelin farið út. Shpetim heldur því fram að hann hafi ekki tekið eftir 43 sentímetra langri skammbyssunni sem Angjelin tók með sér og komið svo aftur með í bílinn. Hann hafi heldur ekki haft vitneskju um að Angjelin hefði skotið Armando þegar Angjelin sneri aftur í bílinn. Angjelin hafi einfaldlega sagt honum að aka af stað. Við skýrslutöku í morgun sagðist Angjelin hafa sagt við Shpetim að Armando yrði ekki lengur til vandræða, þegar þeir óku í burtu frá Rauðagerði. „Ég var ekkert að hlusta á það sem hann var að segja. Ég vissi ekki hvað hann var að tala um,“ svaraði Shpetim þegar hann var spurður út í þessi orð Angjelin þegar þeir voru á leið frá Rauðagerði. Hann hafi ekki komist að því fyrr en degi síðar að búið væri að myrða Armando. Shpetim hafi hringt í Angjelin og spurt: Veistu hvað gerðist? Svarið frá Angjelin hafi verið: Já, ég er búinn að drepa hann. Bar Shpetim við áfengisneyslu þegar gengið var á hann hvernig stæði á því að hann hefði ekki tekið eftir neinu þetta kvöld.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10 Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08 Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Hló og sagðist halda að Angjelin væri undir áhrifum fíkniefna „Armando var vinur minn,“ sagði Murat Selivrada við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Armando var skotinn til bana af Angjelin Sterkaj í Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn. 13. september 2021 15:10
Átti að senda „hæ sexy“ ef annar bíllinn yrði hreyfður Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu var framhaldið eftir hádegi í dag þar sem tekin var skýrsla af Claudiu Sofiu Coehlo Carvalho, unnustu Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum. 13. september 2021 14:08
Segir Armando og félaga hans hafa viljað 50 milljónir frá Antoni Kristni Angjelin Sterkaj segist hafa verið einn að verki þegar hann skaut Armando Beqirai til bana í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar síðastliðnum. Angjelin segir Armando og Goran Kristján Stojanovic hafa viljað hvor um sig 25 milljónir frá Antoni Kristni Þórarinssyni. 13. september 2021 10:34