Það er kosið um jafnréttismál Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. september 2021 07:30 Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Viðreisn Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Ísland trónir efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum, um kynjajafnrétti. Það höfum við gert í rúman áratug. Af þessu getum við verið stolt. Þessi staða getur verið okkur hvatning um um að halda áfram sem og að berjast gegn bakslagi. Þessi staða getur líka leitt til að einhverjir trúi því að við séum komin í höfn. Tölur um kynbundinn launamun, tölur um kynbundið ofbeldi og upplifun kvenna um öryggi segja því miður aðra sögu. Íslenska leiðin Á Íslandi hafa verið sett framsækin lög um jafnrétti sem aðrar þjóðir hafa horft til, svo sem lög um fæðingarorlof með sjálfstæðum rétti beggja foreldra til orlofs sem sett voru árið 2000.Að baki var skýr hugmyndafræði um stuðning við foreldra og um leið sá skilningur að löggjöfin gæti ýtt undir jafnrétti á heimilum og vinnumarkaði. Frumvarp Viðreisnar um jafnlaunavottun vakti heimsathygli fyrir fyrir skýrar aðgerðir í þágu launajafnréttis. Annað frumvarp Viðreisnar er til marks um sterka jafnréttispólitík. Jón Steindór Valdimarsson þingmaður lagði fram frumvarp um samþykkisregluna svokölluðu, þ.e. að skilgreina nauðgun út frá skorti á samþykki. Frumvarpið varð að lögum og í þeim felast grundvallarskilaboð um kynfrelsi. Í þessari nálgun er líka fólgið mikið tækifæri til forvarna og fræðslu. Viðreisn lagði jafnframt fram tillögur um fræðslu í skólum, t.d. um þýðingu samþykkis, kynfrelsis og um mörk í samskiptum. Sú tillaga hefur því miður ekki verið samþykkt. Það eru mikil vonbrigði enda eru forvarnir og fræðsla eitt mikilvægasta verkfærið til að sporna gegn kynbundnu ofbeldi. Þannig gætum við farið í markvissa vinnu til að uppræta kynbundið ofbeldi. Það á nefnilega alls ekkert að vera lögmál að stelpur og konur þurfi stöðugt að vera með hugann við öryggi sitt. Öll mál eru jafnréttismál Jafnlaunavottunin var tímamóta lagasetning í þágu launajafnréttis. Fyrir liggur hver staðan er um launajafnrétti. Við vitum líka að launamunur kynjanna er viðvarandi vandamál, útskýrður sem óútskýrður. Störf kvennastétta eru ekki metin að verðleikum og við sem samfélag finnum fyrir afleiðingum þess. Við finnum fyrir því hvernig gengur að manna í þau störf. Það voru þess vegna vonbrigði að eitt fyrsta skref Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var að fresta gildistöku laganna þegar hann tók við embætti ráðherra. Lögin verða þess vegna ekki innleidd að fullu fyrr en í lok árs 2022. Alvarlegt bakslag í jafnréttismálum Alvarlegt bakslag varð svo í jafnréttismálum á vakt ríkisstjórnarinnar með dómsmáli menntamálaráðherra gegn konu sem leitaði réttar síns í kjölfar umdeildrar skipunar í embætti ráðuneytisstjóra. Jafnréttisnefnd kærumála komst að þeirri niðurstöðu að menntamálaráðherra hefði gerst brotleg við lög við skipun í embættið. Ráðherra brást við með því að stefna konunni fyrir dóm, í nafni íslenska ríkisins og á kostnað ríkisins. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt afdráttarlausan dóm í málinu og komist að þeirri niðurstöðu að jafnréttislög hafi verið brotin af hálfu ráðherra. Sú niðurstaða dugði ráðherranum ekki heldur, sem áfrýjaði málinu. Áfrýjunin er í nafni íslenska ríkisins og á kostnað okkar allra. Efnisleg niðurstaða Landsréttar í því máli liggur ekki fyrir, en þessi meðferð valds kristallar ákveðna afstöðu til meðferðar valds , opinberra fjármuna og ekki síst til jafnréttismála. Þessi meðferð valds dregur úr vilja og getu kvenna að leita réttar síns, þegar búast má við því að íslenska ríkið haldi þeim í málaferlum árum saman. Og þetta dómsmál er blettur á allri jafnréttispólitík ríkisstjórnarinnar. Jafnrétti í verki Góður árangur Íslands í jafnréttismálum er afrakstur markvissrar vinnu og lagasetningar. Jafnrétti hefur náðst fram með aðgerðum sem hafa leitt af sér viðhorfsbreytingu. Viðhorfsbreyting hefur sömuleiðis skilað af sér aðgerðum. Það er hringrás jafnréttis. Árangurinn náðist ekki bara með tímanum eða með biðinni heldur með því að vera markviss og metnaðarfull í jafnréttismálum. Við eigum að sýna árangrinum þá virðingu að halda áfram að vinna í sama anda, í stað þess að taka skref til baka. Það er verk að vinna í jafnréttismálum. Viðreisn hefur á fimm ára sögu sinni sýnt í verki að jafnrétti er leiðarljós í allri stefnu okkar. Grunninntak í stefnu Viðreisnar er að öll mál séu jafnréttismál. Þannig mun Viðreisn halda áfram að vinna á næsta kjörtímabili. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík norður.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun