Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir skrifar 14. september 2021 08:31 Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Engin þjóðarsátt er um óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi hér á landi. Þetta er ranglátt fyrirkomulag sem hefur gert nokkra útgerðarrisa ofurríka. Það blasir við í íslensku samfélagi að of sterk yfirráð fárra yfir fiskveiðiauðlindinni færir þeim meiri völd í þjóðfélaginu en heilbrigt getur talist og staða þeirra er of sterk gagnvart stjórnvöldum eins og dæmin sanna. Völd þeirra og áhrif geta verið skaðleg og áhrif þeirra á ákvarðanir í stjórnkerfinu og á vettvangi stjórnmála unnið gegn almannahag. Oft er talað um að það þurfi að fara sáttarleið í sjávarútvegi. En við hverja á að gera sáttmála? Stórútgerðina eða þjóðina? Þeir sem fá nýtingarréttinn á auðlind þjóðarinnar fyrir slikk munu ekki samþykkja með sátt að láta forréttindin frá sér. Það er hitt sem skiptir máli og er áríðandi: að þjóðin verði sátt við meðferðina á sinni dýrmætu auðlind. Í ágúst síðastliðnum var birt niðurstaða könnunar sem Gallup gerði fyrir félagið Þjóðareign. Þar var spurt um hvort fólk styddi að markaðsgjald væri greitt fyrir afnot af fiskveiðiauðlind þjóðarinnar. Niðurstaðan var sú að 77% aðspurðra voru fylgjandi því og einungis 7,1% andvígir slíkri kerfisbreytingu. Og krafan er skýr um sterkt auðlindarákvæði í stjórnarskrá. Þar liggur heil þjóðaratkvæðagreiðsla að baki með skýra niðurstöðu. Stefna Samfylkingarinnar Það hefur verið stefna Samfylkingarinnar frá stofnun flokksins að breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu og gera það gegnsærra og réttlátara. Að bjóða út hæfilegan hluta kvótans ár hvert, fá fullt verð fyrir auðlindina og gefa möguleika á nýliðun. Á meðan slíkt er undirbúið ætti strax að hækka veiðigjöld á 20 stærstu útgerðirnar sem fara með 70% kvótans. Um leið þarf að skýra lagagreinar sem eiga að vinna gegn samþjöppun og að þeir stóru verði stærri og þeir geti farið í kringum lögin. Núverandi fyrirkomulag á úthlutunum aflaheimilda er lokað kerfi. Nýliðun er nánast ómöguleg og kvótinn safnast á æ færri hendur, erfist og helst innan fjölskyldna. Stórútgerðirnar mala gull, verða alltof valdamiklar í samfélaginu og teygja arma sína of víða í viðskiptalífinu með fjárfestingum utan greinarinnar. Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum. Auðurinn verður óheilbrigt afl í samfélaginu. Við þetta bætist að eftirlit með umgengni um fiskveiðiauðlindina er veikburða. Heimildir Fiskistofu eru ekki nægar og lögin eru óskýr og gölluð. Ekkert jafnræði er á milli þeirra sem treysta á fiskmarkaði til að kaupa fisk til vinnslu og hinna sem stunda bæði veiðar og vinnslu. Allt of lítill hluti afla sem veiddur er fer á fiskmarkaði. Sjómenn sjá erlendar útgerðir selja afla sinn á hærra verði en þær íslensku. Pólitískur vilji er það eina sem þarf til að breyta kerfinu og fara að vilja meirihluta þjóðarinnar Við í Samfylkingunni ætlum að breyta kerfinu og efla eftirlit og heimildir Fiskistofu, vinna gegn samþjöppun, stuðla að nýliðun í greininni og hámarka arð þjóðarinnar af auðlindinni. Það er komið nóg af rótgrónu dekri við sérhagsmunaöflin. Það er komið að almenningi. Kjósum Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands 25. september! Höfundur skipar 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar