Lífseigar mýtur um fátækt Vilborg Oddsdóttir skrifar 14. september 2021 13:30 Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Félagsmál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðustu 18 ár hef ég unnið með og fyrir einstaklinga sem búa við fátækt. Á þeim tíma hef ég heyrt aragrúa af mýtum um fátækt, frá vinum og fjölskyldu og frá stjórnmálamönnum. Eins er þessum mýtum gjarnan haldið á lofti í fjölmiðlum. Hverjar eru svo þessar mýtur og er eitthvað til í þeim? „Fólk er fátækt af því að það er latt og nennir ekki að vinna!“, „Það er lífstíll sumra að lifa á bótum!“, „Fólk er kerfisfræðingar og vill bara lifa af kerfinu“. Já, þetta er það sem heyrist oft. Og svo er það brauðmolakenningin sem er útskýrð þannig fyrir mér: „Það verður að efla hagvöxt og stöðu millistéttarinnar til að við höfum efni á að styðja við þá fátæku!“ Þeir sem setja þessar kenningar og spurningar fram gera það oft af vanþekkingu en aðrir, - sem er verra - til að telja okkur trú um að fátækt sé óumflýjanleg. Það vill brenna við að kjörnir fulltrúar skelli sökinni á þau sem búa við fátækt og geri þau ábyrg fyrir þeirri samfélagsgerð sem veldur því að hluti fólks býr við fátækt. Okkur er talin trú um að fátæktin sé tilkomin vegna lífstíls og að hún sé val og að þá geti stjórnvöld ekki mikið gert. En er það svo? Auðvitað býr enginn við fátækt af því að hann vill vera fátækur! Það er fáránlegt að halda því fram. Við vitum að með réttri forgangsröðun þarf enginn að búa við fátækt. Við þurfum að stokka velferðarkerfin okkar upp í samtali og samvinnu við þá sem búa við fátækt því annars verða ekki raunverulegar breytingar á kerfinu heldur verða breytingar aðeins gerðar út frá þekkingu og reynsluheimi þeirra sem að völdum sitja. Raunverulegt notendasamráð er hreyfiaflið sem þarf til góðra breytinga. Þannig upprætum við fátækt. Höfundur er frambjóðandi Samfylkingarinnar í 4. sæti Reykjavík suður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun