Heilbrigðiskerfi í þágu þjóðar Magnús D. Norðdahl skrifar 14. september 2021 17:00 Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Geðheilbrigði Píratar Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Píratar vilja tryggja jafnt aðgengi landsmanna að allri almennri heilbrigðisþjónustu óháð búsetu og að sú þjónusta sé alfarið gjaldfrjáls. Auka þarf réttindi sjúklinga og starfsfólks og efla forvarnir, ekki hvað síst þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi staðið sig vel í baráttunni gegn kórónuveirunni hefur það álag sem fylgdi faraldrinum afhjúpað þann fjárskort sem heilbrigðiskerfið býr við og óviðunandi starfsskilyrði starfsfólks. Ákall hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, lækna og annarra stétta innan heilbrigðisgeirans, um umbætur er hávært og við því þarf að bregðast án tafar. Fyrir utan auknar fjárveitingar er grunnurinn að góðu heilbrigðiskerfi starfsfólkið sem starfar innan kerfisins. Stjórnmálamenn eru duglegir að hrósa starfsfólki á tyllidögum en mættu vera duglegri að láta verkin tala og svara ákalli starfsfólks. Verk ganga alltaf orðum framar. Í samtölum Pírata við starfsfólk í heilbrigðiskerfinu ber allt að sama brunni en flestir nefna aukið fjármagn og að bæta þurfi starfsskilyrði. Í fyrsta lagi þarf að hækka laun allra starfsstétta í heilbrigðiskerfinu. Í öðru lagi þarf að stytta vinnutíma og tryggja að hann sé unninn á tíma sem er fjölskylduvænn að því marki sem hægt er. Í þriðja lagi verður starfsfólk að geta haft bein áhrif á starfsumhverfi sitt. Ábendingar varðandi úrbætur koma iðulega frá starfsfólki og það er hlutverk stjórnenda að bregðast við slíkum ábendingum af ábyrgð, festu og hraða. Þetta á við um tækjabúnað, skipulagningu starfa og annað sem getur leitt til betri þjónustu við sjúklinga. Afleiðing óviðunandi starfsskilyrða í heilbrigðiskerfinu er skortur á starfsfólki. Það vantar sárlega fleiri sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og lækna til starfa, ekki síst á landsbyggðinni. Því miður kemur starfsfólk, sem hefur menntað sig erlendis, ekki tilbaka í þeim mæli sem æskilegt væri. Það mun ekki breytast fyrr en laun hækka, vinnutími styttist og starfsfólki gefst raunverulegt tækifæri til að hafa áhrif á starfsumhverfi sitt. Ef starfsskilyrði starfsfólks eru aðlaðandi er auðveldara að tryggja mönnun í byggðakjörnum um land allt. Allir íbúar landins eiga skilyrðislausan rétt til fullnægjandi grunnþjónustu og þar skiptir heilbrigðisþjónusta lykilmáli og er í raun forsenda byggðar í landinu. Kosningar til Alþingis fara fram þann 25. september næstkomandi. Núverandi ríkisstjórn hefur haft fjögur ár til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef kjósendur vilja raunverulegar breytingar þarf að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri. Þar kemur hreyfing Pírata sterklega til greina sem frjálslynt og félagshyggjusinnað umbótaafl í íslensku samfélagi. Hreyfingin hefur starfað í tæpan áratug og unnið sér traust landsmanna á því tímabili með skeleggri þjóðfélagsumræðu og öflugri stjórnarandstöðu á Alþingi. Erindi Pírata í stjórnmálum hefur aldrei verið eins aðkallandi og nú er. Setjum sjúklinga og starfsfólk í heilbrigðiskerfinu í forgang strax í upphafi næsta kjörtímabils. Starfsfólk í heilbrigðisgeiranum hugsar vel um okkur þegar veikindi ber að garði. Hlutverk stjórnmálamanna er að meta störf þeirra að verðleikum og svara ákalli um aukið fjármagn og bætt starfsskilyrði. Verk ganga orðum framar. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar