Leiðinlegu loforðin Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. september 2021 09:31 Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hildur Sverrisdóttir Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú er runninn upp sá tími þar sem öll vandamál heimsins verða leyst á nokkrum vikum. Kosningaloforðin eru vægast sagt stór og girnileg þetta sinnið og skiljanlegt að margir líti hýru auga til þeirra. Sérstaklega þegar loforð okkar sjálfstæðismanna má sjóða niður í spennandi frasa á borð við „meira af því sama”. Stærð fallegu loforðanna sýnir samt kannski fyrst og fremst að þegar trompa á árangurinn á kjörtímabilinu þarf að ganga ansi langt. Markvisst og örugglega Launin hafa hækkað með sérstökum áherslum á þau tekjulægstu, kaupmáttur aukist, skattbyrðin lækkað og vextir lækkað. Við komumst í gegn um heimsfaraldur með því að vera í efnahagslega góðri stöðu þegar faraldurinn hófst og með yfirvegaðri ákvarðanatöku. Á sama tíma var forgangsraðað í viðspyrnu með auknum fjármunum í nýsköpun, metnaðarfull markmið sett í loftslagsmálum og miklir fjármunir settir í að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins og í nýtt þjóðarsjúkrahús. Það er ekkert skrítið að kosningaloforðin miði ekki við lífsgæðabreytingar síðustu tíu ára, tuttugu eða þrjátíu. Ég skil líka vel að pólitísk umræða andstæðinga Sjálfstæðisflokksins taki ekki mið af alþjóðlegum samanburði, sem eftir er tekið, um jöfnuð, mannréttindi, lífsgæði, öryggi, kaupmátt eða öðrum mælikvörðum sem mæla Ísland sem samfélag á heimsmælikvarða. Það hefur gengið á ýmsu og ábyggilega margt sem hefði mátt fara betur. En ef við setjum öll ljótu orðin aðeins til hliðar og horfum blákalt yfir samfélagið þá getum við verið ótrúlega stolt af því og hvernig það þróast stöðugt og þroskast í rétta átt. Að ætla að setja Sjálfstæðisflokkinn til hliðar við þann árangur allan er í besta falli ósanngjarnt. Spurningin er ekki hvert við ætlum heldur hvernig við komumst þangað Auðvitað eigum alltaf að setja markið hærra. Það eru forréttindi góðs samfélags að eitt skref áfram kallar á annað skref áfram. Hér á að vera besta heilbrigðisþjónusta heims, hágæða menntun fyrir öll sem vilja sækja tækifæri sín og tryggt öryggisnet fyrir öll sem þurfa. En slík markmið eru háleit, vandasöm og á ekki að tala um af léttúð. Við náum þessum markmiðum með samfélagi sem byggir á því að fólk hafi svigrúm til að finna sjálft sig og hvernig það getur best blómstrað. Að fjölbreytt atvinnulíf skapi fjölbreytta atvinnu fyrir fólk með alls kyns bakgrunn, menntun og áhuga. Þannig búum við til forsendur svo allir geti lagt fram sanngjarnan hlut af sínum tekjum í sameiginlega innviði og neyslu svo við getum öll notið heilbrigðis, menntunar, tækifæra og áhyggjuleysis þegar við förum af vinnumarkaðnum. Ég ætla að fá meira af því sama, takk Ég held ég geti sleppt því að halda ræður um lýðskrum, óðaverbólgu, haftastefnur, miðstýringu og skeytingarleysi gagnvart tekjugrunnum samfélagsins. Ég læt nægja að segja að mér finnst óábyrgt að lofa lausn allra heimsins vandamála þegar við vitum væntanlega flest að slík allsherjarlausn er ekki til. Af sömu ástæðu er betra að stíga frekar varfærin skref þegar endurskoðuð eru þau grunnkerfi sem samfélagið stólar og byggir á. Ég er kannski mjög leiðinleg týpa vegna þess að ég er bara býsna hress með „meira af því sama“. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei reynt að selja mér töfralausn allra vandamála. Það er miklu heilladrýgra að skoða hlutina í samhengi og sigla áfram markvisst í rétta átt. Þannig náum við best raunverulegum, varanlegum árangri fyrir öll. Höfundur skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun