Afstaða efast um lögmæti þess að fangelsa menn á reynslulausn vegna meintra brota Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. september 2021 08:11 Umrætt mál er nokkuð umfangsmeira og flóknara en hér er reifað. En það snýst ekki síst um þá lagaheimild sem Afstaða gagrýnir og segir brjóta gegn meginreglunni að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð. Vísir/Vilhelm Afstaða, félag fanga, hefur kvartað til Umboðsmanns Alþingis fyrir hönd skjólstæðings síns en málið varðar meðal annars efasemdir félagsins um lögmæti þess að senda menn á reynslulausn aftur í fangelsi vegna nýrra brota sem lögregla hefur til rannsóknar. Umræddur fangi kærði ákvörðun Fangelsismálastofnunar um að synja honum um reynslulausn til dómsmálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Afstaða hefur nú, fyrir hönd fangans, vísað úrskurðinum til umboðsmanns. Málið varðar ungan mann sem hlaut tvo refsidóma árin 2016 og 2017 og var dæmdur í samtals 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hann hóf afplánun í lok árs 2019 en var veitt reynslulausn í júní 2020, þegar hann hafði afplánað þriðjung refsingarinnar. Í mars 2021 var maðurinn handtekinn á ný og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samverkamaður hans var látinn laus en hann sjálfur færður fyrir héraðsdómara. Dómarinn ákvað að maðurinn skyldi afplána það sem eftir stóð af refsingunni, þar sem hann hafði brotið gegn skilorði, og var ákvörðunin staðfest af Landsrétti. Í maí 2021 sótti maðurinn um reynslulausn á ný en þá hafði hann afplánað þriðjung eftirstöðva upphaflegu refsingarinnar. Þá var honum hins vegar neitað um reynslulausn á þeim forsendum að mál gegn honum væri til rannsóknar hjá lögreglu. Það er sú ákvörðun sem nú hefur ratað til Umboðsmanns Alþingis en Afstaða er ekki síður gagnrýnin á þá staðreynd að menn á reynslulausn séu sendir aftur í fangelsi, á þeirri forsendu að ný brot séu til rannsóknar hjá lögreglu. Yfirvöld geta neitað mönnum um reynslulausn ef mál gegn þeim eru í rannsókn hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Horft á lagabókstafinn, ekki dómaframkvæmdina „Þegar fangar sem hlotið hafa reynslulausn eru grunaðir um afbrot eru þeir oft á tíðum færðir fyrir dómara sem fellir úrskurð, að kröfu ákæruvaldsins, um að viðkomandi verði gert að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samantekt frá félaginu. „Þetta er gert með stoð í lögum um fullnustu refsinga, sem segir að heimilt sé að úrskurða einstakling til afplánunar á eftirstöðvum refsingar sé til staðar sterkur grunur um að hann hafi framið afbrot sem varðað getur sex ára fangelsi. Við í Afstöðu höfum gagnrýnt tilvist lagareglunnar, sem við teljum að stangist á við grundvallarreglur stjórnarskrár um að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð.“ Lagaheimildina sem Afstaða er ósátt við er að finna í 2. málsgrein 82. grein laga um fullnustu refsinga en þar segir meðal annars að dómstóll geti úrskurðað að maður sem hlotið hefur reynslulausn skuli afplána eftirstöðvar refsingar ef hann brýtur gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar, enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem getur varðað sex ára fangelsi. Afstaða segir heimildina ganga gegn þeirri grundvallarreglu að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð og þá gagnrýnir félagið að þegar horft er til skilyrðisins um að meint broti varði sex ára fangelsi, þá sé horft til refsirammans en ekki þess hvernig raunverulega er dæmt í málum. Þannig sé horft til lagabókstafsins í stað dómaframkvæmdar og -fordæma. „Grundvallarreglur stjórnarskrárinnar eru til þess að vernda íslenska þegna gegn ríkisvaldinu, þar á meðal lögreglu, dómstólunum og Alþingi.“Vísir/Vilhelm Málsmeðferðin á tveimur dómstigum tók samtals 20 mínútur „Grundvallarreglur stjórnarskrárinnar eru til þess að vernda íslenska þegna gegn ríkisvaldinu, þar á meðal lögreglu, dómstólunum og Alþingi. Þær á að túlka borgaranum í hag, ekki ríkisvaldinu, og allar undantekningar verða að vera vandlega rökstuddar með tilliti til nauðsynjar og hagsmuna almennings,“ segir í samantektinni frá Afstöðu. „Lögregla og dómstólar virðast horfa til þess að úrskurður um afplánun eftirstöðva refsingar, í máli einstaklings sem hlotið hefur reynslulausn, feli ekki í sér refsingu heldur sé um að ræða nokkurs konar afturköllun á ívilnandi úrræði sem reynslulausn felur í sér. Slík rök hljóta að teljast ódýr, enda má vera ljóst að niðurstaðan felur í sér að einstaklingur er á einu andartaki sviptur frelsi, atvinnu og fjölskyldulífi. Frelsissviptingin er líkamleg og svo augljós að um hana leikur enginn vafi. Viðkomandi er refsað með fangelsum vegna ósannaðrar sakar.“ Þá gagnrýnir Afstaða málsmeðferðina, sem taki aðeins nokkrar mínútur og fari fram án þess að sakborningurinn fái að koma við vörnum. „Í málinu okkar hófst réttarhald yfir sakborningi fyrir héraðsdómi Reykjavíkur kl. 12.00 með því að ákæruvaldið lagði fram kröfu sína og var sakborningi þá fyrst kynnt krafan. Dómari skipaði sakborningi verjanda sem gat lítið aðhafst en kl. 12.16 kvað dómari upp úrskurð sinn. Verjanda var ekki ákvörðuð þóknun. Sama var uppi á teningnum í Landsrétti; meðferðin tók enn skemmri tíma er í héraði og verjanda ekki ákvörðuð þóknun. Í heildina stóð málsmeðferðin yfir í rétt rúmar 20 mínútur.“ Vinnustofa á Litla-Hrauni.Vísir/Vilhelm Ekki vísað til laganna í undirrituðum plöggum Afstaða bendir einnig á að í þeim gögnum sem fangi undirritar þegar hann fær reynslulausn sé hvergi vísað til umræddra heimilda í lögum. Þannig hefði staðið á því plaggi sem fanginn undirritaði um reynslulausnina að hún væri veitt með því skilyrði að hann gerðist „ekki sekur um refsiverðan verknað á reynslutímanum“. Og skilyrðið fyrir dvöl á Vernd og úthlutun ökklabands verið að hann yrði „ekki kærður fyrir refsiverðan verknað“. Ekki hafi verið vísað í neina lagagrein né að „sterkur grunur“ um brot væri nægjanlegur til að senda hann aftur í fangelsi. Og þannig hefði fanginn ekki rofið neitt þeirra skilyrða sem hann hefði beygt sig undir. Fangelsismál Mannréttindi Dómsmál Dómstólar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Umræddur fangi kærði ákvörðun Fangelsismálastofnunar um að synja honum um reynslulausn til dómsmálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Afstaða hefur nú, fyrir hönd fangans, vísað úrskurðinum til umboðsmanns. Málið varðar ungan mann sem hlaut tvo refsidóma árin 2016 og 2017 og var dæmdur í samtals 20 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Hann hóf afplánun í lok árs 2019 en var veitt reynslulausn í júní 2020, þegar hann hafði afplánað þriðjung refsingarinnar. Í mars 2021 var maðurinn handtekinn á ný og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Samverkamaður hans var látinn laus en hann sjálfur færður fyrir héraðsdómara. Dómarinn ákvað að maðurinn skyldi afplána það sem eftir stóð af refsingunni, þar sem hann hafði brotið gegn skilorði, og var ákvörðunin staðfest af Landsrétti. Í maí 2021 sótti maðurinn um reynslulausn á ný en þá hafði hann afplánað þriðjung eftirstöðva upphaflegu refsingarinnar. Þá var honum hins vegar neitað um reynslulausn á þeim forsendum að mál gegn honum væri til rannsóknar hjá lögreglu. Það er sú ákvörðun sem nú hefur ratað til Umboðsmanns Alþingis en Afstaða er ekki síður gagnrýnin á þá staðreynd að menn á reynslulausn séu sendir aftur í fangelsi, á þeirri forsendu að ný brot séu til rannsóknar hjá lögreglu. Yfirvöld geta neitað mönnum um reynslulausn ef mál gegn þeim eru í rannsókn hjá lögreglu.Vísir/Vilhelm Horft á lagabókstafinn, ekki dómaframkvæmdina „Þegar fangar sem hlotið hafa reynslulausn eru grunaðir um afbrot eru þeir oft á tíðum færðir fyrir dómara sem fellir úrskurð, að kröfu ákæruvaldsins, um að viðkomandi verði gert að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar í fangelsi,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samantekt frá félaginu. „Þetta er gert með stoð í lögum um fullnustu refsinga, sem segir að heimilt sé að úrskurða einstakling til afplánunar á eftirstöðvum refsingar sé til staðar sterkur grunur um að hann hafi framið afbrot sem varðað getur sex ára fangelsi. Við í Afstöðu höfum gagnrýnt tilvist lagareglunnar, sem við teljum að stangist á við grundvallarreglur stjórnarskrár um að allir séu saklausir uns sekt er sönnuð.“ Lagaheimildina sem Afstaða er ósátt við er að finna í 2. málsgrein 82. grein laga um fullnustu refsinga en þar segir meðal annars að dómstóll geti úrskurðað að maður sem hlotið hefur reynslulausn skuli afplána eftirstöðvar refsingar ef hann brýtur gróflega almennt skilyrði reynslulausnarinnar, enda liggi fyrir sterkur grunur um að hann hafi framið nýtt brot sem getur varðað sex ára fangelsi. Afstaða segir heimildina ganga gegn þeirri grundvallarreglu að menn séu saklausir uns sekt er sönnuð og þá gagnrýnir félagið að þegar horft er til skilyrðisins um að meint broti varði sex ára fangelsi, þá sé horft til refsirammans en ekki þess hvernig raunverulega er dæmt í málum. Þannig sé horft til lagabókstafsins í stað dómaframkvæmdar og -fordæma. „Grundvallarreglur stjórnarskrárinnar eru til þess að vernda íslenska þegna gegn ríkisvaldinu, þar á meðal lögreglu, dómstólunum og Alþingi.“Vísir/Vilhelm Málsmeðferðin á tveimur dómstigum tók samtals 20 mínútur „Grundvallarreglur stjórnarskrárinnar eru til þess að vernda íslenska þegna gegn ríkisvaldinu, þar á meðal lögreglu, dómstólunum og Alþingi. Þær á að túlka borgaranum í hag, ekki ríkisvaldinu, og allar undantekningar verða að vera vandlega rökstuddar með tilliti til nauðsynjar og hagsmuna almennings,“ segir í samantektinni frá Afstöðu. „Lögregla og dómstólar virðast horfa til þess að úrskurður um afplánun eftirstöðva refsingar, í máli einstaklings sem hlotið hefur reynslulausn, feli ekki í sér refsingu heldur sé um að ræða nokkurs konar afturköllun á ívilnandi úrræði sem reynslulausn felur í sér. Slík rök hljóta að teljast ódýr, enda má vera ljóst að niðurstaðan felur í sér að einstaklingur er á einu andartaki sviptur frelsi, atvinnu og fjölskyldulífi. Frelsissviptingin er líkamleg og svo augljós að um hana leikur enginn vafi. Viðkomandi er refsað með fangelsum vegna ósannaðrar sakar.“ Þá gagnrýnir Afstaða málsmeðferðina, sem taki aðeins nokkrar mínútur og fari fram án þess að sakborningurinn fái að koma við vörnum. „Í málinu okkar hófst réttarhald yfir sakborningi fyrir héraðsdómi Reykjavíkur kl. 12.00 með því að ákæruvaldið lagði fram kröfu sína og var sakborningi þá fyrst kynnt krafan. Dómari skipaði sakborningi verjanda sem gat lítið aðhafst en kl. 12.16 kvað dómari upp úrskurð sinn. Verjanda var ekki ákvörðuð þóknun. Sama var uppi á teningnum í Landsrétti; meðferðin tók enn skemmri tíma er í héraði og verjanda ekki ákvörðuð þóknun. Í heildina stóð málsmeðferðin yfir í rétt rúmar 20 mínútur.“ Vinnustofa á Litla-Hrauni.Vísir/Vilhelm Ekki vísað til laganna í undirrituðum plöggum Afstaða bendir einnig á að í þeim gögnum sem fangi undirritar þegar hann fær reynslulausn sé hvergi vísað til umræddra heimilda í lögum. Þannig hefði staðið á því plaggi sem fanginn undirritaði um reynslulausnina að hún væri veitt með því skilyrði að hann gerðist „ekki sekur um refsiverðan verknað á reynslutímanum“. Og skilyrðið fyrir dvöl á Vernd og úthlutun ökklabands verið að hann yrði „ekki kærður fyrir refsiverðan verknað“. Ekki hafi verið vísað í neina lagagrein né að „sterkur grunur“ um brot væri nægjanlegur til að senda hann aftur í fangelsi. Og þannig hefði fanginn ekki rofið neitt þeirra skilyrða sem hann hefði beygt sig undir.
Fangelsismál Mannréttindi Dómsmál Dómstólar Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira