Heilbrigðiskerfið þarf að endurreisa Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar 16. september 2021 20:01 Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Fjóla Hrund Björnsdóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ef Íslendingar eru sammála um eitthvað þá er það það að heilbrigðiskerfið okkar er komið að þolmörkum, svo mjög að gera þarf róttækar breytingar á því. Eftir fjögur ár undir núverandi stjórn er svo komið að endurreisa þarf það sem er okkur mikilvægst, sjálft heilbrigðiskerfið. Við í Miðflokknum leggjum áherslu á uppbyggingu og endurreisn heilbrigðiskerfisins. Um það höfum við skýra aðgerðaáætlun. Það þarf að efla heilsugæsluna um land allt og færa hana nær íbúum þar sem fólk á að geta búið hvar sem er á landinu en sótt sér grundvallarþjónustu. Um leið þarf að eyða biðlistum en þeir eru eru sársaukafullir fyrir sjúklinga og dýrir fyrir ríkissjóð. Tryggja þarf rétt allra Íslendinga til að komast í nauðsynlegar læknisaðgerðir, nú þegar. Bylting í forvörnum Yfirgripsmikil heilbrigðisskimun hefur ekki sést áður hér á landi en er vel þekkt út í heimi. Skimanir vegna heimsfaraldursins hafa gengið vel, en þau vandamál sem hafa komið upp vegna krabbameinsskimana kvenna minna á mikilvægi þess að tryggja öllum landsmönnum rétt á að fylgjast með eigin heilsu. Við í Miðflokknum boðum heilbrigðisskimanir sem munu bjarga mannslífum, bæta lýðheilsu og spara í ríkisrekstri til lengri tíma þar sem sjúkdómar og hættur uppgötvast vonandi í tæka tíð. Nýr Landspítali er enn í byggingu, þrátt fyrir langa bið eftir honum sem hefur valdið óþæginum fyrir bæði starfsfólk og sjúklinga við Hringbraut. Við í Miðflokknum viljum huga að uppbyggingu á nýjum spítala á nýjum stað, þó svo að bygging spítalans við Hringbraut, sem mætti kalla framlengingu á núverandi spítala, sé enn í gangi. Við þekkjum vel að það tekur tíma að teikna og undirbúa byggingu nýs spítala og því verðum við að nýta tímann og tækifærin sem við höfum núna til að vinna okkur í hag. Horfum á heildarmyndina Til þess að allir þessir þættir sem taldir eru upp geti virkað sem skildi þarf að huga að bættu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. Landspítalinn þarf að vera spennandi vinnuumhverfi með góða aðstöðu til að vera samkeppnishæfur, bæði gagnvart fyrirtækjum hér á landi og ekki síður erlendis. Við Íslendingar verðum að horfa á heildarmyndina. Landsmenn eiga skilið að fá góða og skilvirka heilbrigðisþjónstu. Miðflokkurinn mun standa við loforð sín um bætt heilbrigðiskerfi og vinna að því að stytta biðlista, koma af stað heilbrigðisskimunum og hugsa til framtíðar í heilbrigðisþjónustu. Við gerum það sem við segjumst ætla að gera. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun