Fátækar fjölskyldur í menntakerfinu Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 17. september 2021 11:01 Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Félagsmál Hagsmunir stúdenta Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Nei, veiðigjöld eru ekki að hækka! Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Æskan á að vera tími áhyggjuleysis og gleði, þar erum við vonandi öll sammála. „Hve glöð er vor æska“ eins og Þorsteinn Erlingsson orti um aldamótin 1900. Hvers vegna er það þá svo að ekki er hugað að ungu fólki svo þau upplifi áhyggjuleysi og gleði í dag - þá sér í lagi ungum fjölskyldum? Tökum sem dæmi ungt par í námi sem eignast barn. Hvaða réttindi hefur þessi unga fjölskylda? Fæðingarstyrkur námsmanna Veltum fyrst fyrir okkur fæðingarstyrk sem að námsmenn fá - eða fá ekki eins og gerist í mörgum tilvikum. Stúdentar hafa aðeins rétt á fæðingarstyrk ef að þeir hafa verið í 75% eða meira námi á sex mánaða tímabili, tólf mánuðum fyrir fæðingu barns. Þessi styrkur nemur 191 þúsund krónum í sex mánuði. Einstaklingur sem að uppfyllir það ekki að hafa lokið 75% námi fær „utan vinnumarkaðar“-styrk upp á 83 þúsund krónur í sex mánuði. Þetta er raunveruleikinn hjá námsmönnum sem að eignast börn. Búseta námsmanna Veltum fyrir okkur húsaleigu á stúdentagörðum þar sem að hagstæðasta leigan fyrir námsmenn ætti að vera. Leiga á fjölskylduíbúð, sem að er 45 m2 að stærð, eru 128 þúsund krónur á mánuði. Fjölskylda þar sem foreldrar fá bæði fæðingarstyrk eru með heildartekjur upp á 382 þúsund krónur á mánuði. Hægt er að skoða upphæðir í töflunni sem fylgir. Ef að þau hefðu hvorug verið í meira en 75% námi og í minni en 25% starfshlutfalli þá hefðu þau bæði fengið „utan vinnumarkaðar“-styrkinn og væru þá með 166 þúsund krónur. Eftir að hafa borgað leigu og fengið húsaleigubætur væru þau með 88 þúsund til að framfleyta þriggja manna fjölskyldu í mánuð. Er það raunhæft að þriggja manna fjölskylda geti lifað á því? Nei, sú fjölskylda lifir í fátækt. Einstætt foreldri í námi Hvað á einstætt foreldri sem fær fæðingarstyrk, er að leigja stúdentaíbúð og fær húsaleigubætur mikinn afgang eftir þessi útgjöld? Samtals 105 þúsund krónur, sem það þarf að nýta í fæði og uppihald fyrir sig og ungabarn. Ímyndið ykkur þá að þetta sé einstætt foreldri sem að gat ekki verið í fullu námi og eignast barn búandi á stúdentagörðum. Sá einstaklingur gæti ekki einu sinni borgað húsaleigu með styrknum sem að hann fær, hann þyrfti að taka sér lán upp á þrjú þúsund krónur til að borga leiguna. En hvað með allan annan kostnað, mat og uppihald? Á þetta einstæða foreldri að lifa á loftinu? Á foreldrið að taka sér lán til að eiga í sig og á? Foreldrið væri mögulega að fá meðlag ef að aðstæður væru þannig (annars eru börn oft með skipta búsetu og því ekki borgað meðlag). Þarna er verið að búa til fátækt og verið að tryggja það að foreldrar í námi hafi ekki jöfn tækifæri og aðrir. Píratar munu og hafa barist fyrir foreldrum í námi Þessir foreldrar eiga ekki að þurfa að halda áfram í námi með nýfætt barn til þess að fá námslán vegna þess að þau geta ekki verið í fæðingarorlofi með barninu sínu vegna fátæktar. Því miður neyðast fjölskyldur þó oft til þess. Tækifæri þeirra og barnanna dvína þar sem að þau eru námsmenn og foreldrar. Hvernig geta stjórnvöld þessa lands ekki skilið að það er hagur samfélagsins alls að styrkja og hvetja námsmenn? Það að kerfið okkar sé að letja metnaðarfulla foreldra til að stunda nám er ólíðandi og satt best að segja lyginni líkast. Við eigum að hvetja og styðja við bakið á foreldrum sem að vilja vera í námi og barneignum. Þessu þarf að breyta og það strax – eins og Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur barist fyrir inni á þingi. Tækifæri - ekkert kjaftæði! Ef að við gerum þetta rétt og vel þá styrkjum við atvinnulífið og drögum úr fátækt, svo ekki sé talað um að tryggja það að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar. Ef við höldum hins vegar áfram á sömu braut þá missum við unga foreldra úr námi og það gengur gegn hagsmunum þeirra, almennings og framtíðarinnar. Við viljum að fólk hafi tækifæri, tækifæri til að mennta sig og verða þannig virkir þátttakendur í lýðræðinu og atvinnulífinu. Við í Pírötum höfum og munum berjast fyrir námsmenn og ungar fjölskyldur, við viljum útrýma fátækt því það er ekki aðeins siðferðilega ábyrgt– heldur einnig efnahagslega sniðugt. Tækifæri – ekkert kjaftæði. Höfundur er í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi fyrir hönd Pírata.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar