Hvers vegna ekki Flokk fólksins? Þór Saari skrifar 17. september 2021 15:02 Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun